Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 30
mgr. 94. gr. oml. tiítaka verjanda sem þagnarskyldan án nánari til-
greiningar. Gilda ákvæðin jafnt um skipaða verjendur sem ráðna og
um löggilta málflutningsmenn jafnt sem aðra talsmenn, er taka að
sér vörn í opinberum málum eða einkarefsimálum. Ákvæði 1. gr. 1.
61/1942 tekur aðeins til hæstaréttar- og héraðsdómslögmanna, en að
öðru leyti á það við, sem hér á eftir ségir. Skyldan tekur einnig til
fulltrúa, aðstoðarmanna og annarra starfsmanna, sem óhjákvæmi-
lega umgangast þau gögn, sem verjandi hefur í höndum, eða fá vit-
neskju sína með öðrum hætti beint eða óbeint, sbr. 230. gr. i.f. hgl.
og 1. mgr. 6. gr. siðaréglna lögmanna. Þetta er að vísu ekki tekið
fram í þagnarskylduákvæðunum öðrum en 230. gr. hgl., en þau næðu
ekki tilgangi sínum ella.34) Skiptir ekki máli, hvort um varanlegt
starf er að ræða eða tímabundið, t.d. sumarleyfis- eða forfallavinnu.
Sama á við um samstarfsmenn, t.d. aðra lögmenn, er starfa með verj-
anda, að því leyti sem þeir vinna saman að málum, svo og um lög-
fræðinga, er þreyta prófraun sem verjendur fyrir héraðsdómi eða
Hæstarétti, sbr. 9. og 14. gr. 1. 61/1942. Hugtakið verjandi tekur hér
einnig til þess, er ræðir einslega við sökunaut eða fær upplýsingar í
trúnaði til þess að geta metið, hvort hann tekur vörn að sér. Refsi-
ábyrgð skv. 230. gr. hgl. getur enn fremur náð til hvers þess, er telst
hlutdeildarmaður (extraneus) skv. 22. gr. hgl.
3) Tímasetning skyldunnar og varanleiki. Vitneskju þá, sem leynt
á að fara, þarf verjandi yfirleitt að hafa fengið í starfi sínu,35) sbr. 1.
mgr. 86. gr. oml., 1. gr. 1. 61/1942 og 230. gr. hgl., sbr. og 6. gr. siða-
reglna lögmanna. Skiptir yfirleitt ekki máli, hvort það gerist í eða
utan eðlilegs vinnutíma og hvort vitneskjan varðar starfið beinlínis
eða ekki. Þrengra tímamark gildir um bann við vitnaleiðslu, þar sem
verjandi skal hafa tekið vörnina að sér, sbr. 1. mgr. 94. gr. oml. Þessi
tímamörk ber að skýra rúmt. Lögmaður kann að fá trúnaðarupplýs-
ingar um tiltekið mál vegna starfs síns, þótt hann sé ekki að störfum
þá stundina (t.d. í sumarleyfi). Eðlilegt er að líta svo á, að þagnar-
skylda nái til slíkra upplýsinga, sbr. ákvæði þar um í 136. gr. hgl.36)
Þagnarskylda helst áfram, eftir að máli lýkur og eins þótt þagnar-
skyldur maður láti af starfi (lögmannsstarfi, verjandastarfi), sbr.
34) Árni Tryggvason 1952, 54. Á öðrum sviðum réttarins er það til, að þetta sé tekið fram,
sbr. 115. gr. I. 75/1981.
35) Hér er átt við starf verjanda (lögmanns) í rúmum skilningi, bæði innan réttar og utan
(ráðgjafar- og málflutningsstörf), sbr. Árni Tryggvason 1952, 55-56; Georg Lous 1960,
41-43.
36) Svipað á við um lögreglumenn, sjá Betænkning nr. 998/1984, bls. 57; Stephan Hunvitz
1955, 65.
236