Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 35
samþykki nægir til refsileysis. Einungis sá, sem upplýsingarnar varða
beinlínis, er bær að gefa samþykki, þ.e. sökunautur sjálfur. Aðrir,
svo sem lögráðamaður, foreldrar, maki eða börn geta yfirleitt ekki
gefið slíkt samþykki, jafnvel þótt sökunautur sé geðtruflaður eða lát-
inn. Ef upplýsingagjafi (trúnaðarmaður) er annar en sá, sem upplýs-
ingarnar varða, t.d. ef kona skýrir lögmanni frá grun sínum um afbrot
manns síns, þá er það samþykki konunnar, sem máli skiptir, en ekki
eiginmannsins.47) Sökunautur getur ekki leyft, að jafnframt sé ljóstr-
að upp leyndarmálum annarra, sem ekki hafa gefið leyfi sitt, t.d. sam-
sökunauta.48) Samþykki má hvenær sem er afturkalla, uns frásögn
hefur átt sér stað.
Ef verjandi fær vitneskju um fyrirhuguð afbrot eða yfirvofandi ó-
farir, getur reynt á upplýsinga- eða athafnaskyldu 126. og 169. gr.
hgl. Hér er ekki aðeins um brottfall þagnarskyldunnar að ræða, heldur
beina athafnaskyldu að viðlagðri refsiábyrgð.49) En jafnvel þótt ekki
hvíli á verjanda lögboðin upplýsinga- eða athafnaskylda vegna alvar-
legra afbrota, sem fyrirhuguð eða hafin eru, kann honum að vera rétt
(og skylt) að skýra væntanlegu fórnarlambi og eftir atvikum lögreglu
frá fyrirhuguðum meiri háttar afbrotum, t.d. fjársvikum eða misneyt-
ingu, enda dugi umvandanir og aðvaranir ekki (neyðarréttur, hags-
munagæsla). Þetta á hins vegar ekki við um óupplýst eldri brot. En
verjandi getur aðstoðað sökunaut á ýmsan hátt við að bæta slíkum
tjónþolum tjón án þess að gera uppskátt um brotið.50) Verjanda væri
rétt að skýra frá vitneskju sinni um ákæru eða dóm yfir saklausum
manni.
Þagnarskyldunni eru þrengri skorður settar, ef hún rekst á lögboðna
upplýsingaskyldu, t.d. vitnaskyldu. 1 94. gr. oml. um heimildarbrest
verjanda sem vitnis er um þrenns konar frávik að ræða, auk þess sem
málsatvikum og upphafi skyldunnar er markaður þrengri bás en í
hinum almennu þagnarskylduákvæðum. Samþykki þess, sem með á,
leysir verjanda undan heimildarbresti skv. upphafsákvæði 94. gr., sbr.
nánar bls. 288 og 240-241. Fyrirvari um vitneskju almennings er ekki
beinlínis nefndur í ákvæðinu, sbr. 1. mgr. 86. gr. oml., en væntanlega
verður að skýra það svo, að þagnarskylda verði að víkja fyrir vitnaskyld-
unni, þegar svo stendur á. 1 vafatilvikum úrskurðar dómari um vitna-
skylduna, sbr. 108. gr. oml. Loks er sá fyrirvari gerður í 2. mgr. 94. gr.
47) Johs. Andenæs 1984, 208; Þórður Eyjólfsson 1961, 73.
48) Sjá nánar Georg Lous 1960, 50-51.
49) Sjá nánar Jónatan Þórmundsson 1975, 308-311.
50) Sjá Georg Lous 1960, 51-52.
241