Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 37
skjólstæðings er alvarlegt og upplýsingarnar aðalsönnunargagnið.54) Er við það miðað, að þagnarskyldubrotið bitni á hagsmunum söku- nauts, þ.e. á skjólstæðirigi verjanda, er leyndina rýfur. Vafalítið eru dómstólar tilleiðanlegri til þess að leyfa notkun ólöglegra sönnunar- gagna en að hafna þeim með öllu, enda má koma fram ábyrgð fyrir brotið í sérstöku dómsmáli eða eftir stjórnsýsluleiðum. Refsiskilyrði 230. gr. hgl. eru flest rakin í köflunum hér á undan, þ.e. um gerendur (þagnarskylda menn), tímasetningu skyldunnar og varanleika, andlag brots (vitneskju háða þagnarskyldu), verknað (inntak skyldunnar), hlutrænar refsileysisástæður og aðrar takmark- anir á þagnarskyldu. Andlag brots, þ.e. vitneskja sú, sem háð er þagnarskyldu, fellur und- ir einkamálefni sem leynt eiga að fara í 230. gr. hgl., auk þess sem margs konar önnur málefni falla þar undir. Er hér um að ræða eitt þeirra ákvæða, sem ætlað er að vernda friðhelgi einkalífs, þ.e. persónu manns og einkamál, skapgerðareinkenni, skoðanir, tilfinningar og sið- ferðilega eiginleika eða bresti. Hugtakið einkamálefni getur að inntaki breyst í samræmi við réttarvitund og aldaranda á hverjum tíma (vísi- regla). Meðal einkamálefna má nefna: sifjatengsl, kynlíf, heimili og fjölskyldulíf, lífsvenjur, stjórnmála- og trúarskoðanir, siðgæði og af- brotaferil, heilsufar, hugverk, fjárhag og fl.55) Auk eðliseinkenna þeirrar vitneskju, sem hér um ræðir, eru þagnarskyldubrot gegn 86. gr. oml. berum orðum felld undir ákvæði hegningarlaga (230. gr.) í 88. gr. oml. Verknaður skv. 230. gr. hgl. er fólginn í því að skýra óviðkomandi aðilum opinberléga eða í einkasamtölum frá þeirri vitneskju, sem leynt á að fara og þeim er ekki áður kunn, sjá nánar bls. 239-240. Háttsomin telst samhverft brot, þar sem hún er lýst refsiverð í sjálfu sér, án til- lits til afleiðinga. Fullframið er brot, þegar vitneskjan er fyrir til- stilli hins þagnarskylda komin til vitundar viðtakanda við munnlega frásögn, í lokuðu bréfi eða með öðrum hætti, hvort sem viðtakandi skilur frásögnina til fulls eða ekki. Sé um símskeyti, opnar póstsend- ingar eða önnur hliðstæð skilaboð að ræða, nægir til fullframningar, að vitneskjan komist til vitundar starfsmanna pósts og síma eða ann- arra boðbera. Athafnir hins brotlega fram að þeim tímamörkum, sem hér voru nefnd, geta varðað við 20. gr. hgl. um tilraun, t.d. þegar bréf er póstlagt. 54) Mogens Koktvedgaard og Hans Gammeltoft-Hansen 1978, 201-202. 55) Jónatan Þórmundsson 1976, 147, 161. 243

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.