Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 38
Viðtaka trúnaðarupplýsinga er refsilaus (concursus necessarius),
nema viðtakandi uppfylli hlutdeildarskilyrði 22. gr. hgl. (hvatning,
fortölur o.fl.). Ekki mun ákvæðið heldur taka til þess, er viðtakandi
lætur vitneskjuna berast áfram til fleiri, nema hlutdeildarábyrgð eigi
við (aðstoð við aðalfremjanda brots).
Að því leyti sem þagnarskyldan er takmörkuð í lögum, kemur ekki
til refsiábyrgðar skv. 230. gr. hgl., nema ef vera kynni fyrir pútatívt
brot (tilraun). Mikilvæg eru ákvæðin um upplýsingaskyldu (vitna-
skylda, skylda til að kæra fyrirhugaða glæpi). Aðrar takmörkunar-
reglur eru að verulegu leyti óskráðar, t.d. um hagsmunagæslu. Al-
mennar hlutrænar refsileysisástæður geta leitt til sýknu, sjá nánar
bls. 240-241. Samþykki skiptir hér mestu máli, enda sitja einkahags-
munir í fyrirrúmi gagnstætt almannahagsmunum í 136. gr. hgl. Skylda
til að skýra frá fyrirhuguðum afbrotum eða yfirvofandi óförum bygg-
ist á neyðarréttarsjónarmiðum. Neyðarvörn kemur til álita, ef verj-
andi neyðist til að birta trúnaðarupplýsingar til þess að verjast ræt-
inni árás í fjölmiðlum af hendi þess, er nýtur leyndar um einkamálefni
sín, t.d. fyrrverandi skjólstæðings.
Ásetningur er saknæmisskilyrði skv. 230. gr., sbr. 18. gr. hgl. Ásetn-
ingur lýtur bæði að verknaði og eðli upplýsinga. Vitneskjan þarf að
komast til vitundar óviðkomandi aðila fyrir tilstilli hins þagnarskylda
eða með vitund hans og vilja. Glatist upplýsingar fyrir mistök eða
refsivert brot annars manns og berist þannig til vitundar óviðkom-
andi aðila, er ásetningsskilyrðið ekki uppfyllt. Villa í þessum efnum
getur leitt til sýknu (staðreyndavilla, óeiginleg lögvilla). Gáleysi næg-
ir ekki til refsiábyrgðar.
Brot gegn 230. gr. hgl. sæta opinberri ákæru eftir kröfu þess, sem
misgert er við, sbr. 2. tl. a. 242. gr. hgl. Brot varða einungis sektum
eða varðhaldi. Gæsluvarðhaldi verður því ekki við komið, sbr. 3. mgr.
65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 69. gr. oml.
RITASKRÁ
Alþingistiðijjdi, A-dcild 1948, bls. 68 o.áfr.
Andenæs, Johs. Straffeprosessen i ftírste instans. Oslo 1962.
— Norsli straffeprosess 1. Oslo 1984.
Árni Tryggvason. Þagnarskylda málflutningsmanna og lækna fyrir dómi um einkamál
manna. Timarit lögfræðinga 1952, bls. 51-64.
Einar Arnórsson. Meðferð opinberra mála. Timarit lögfrccðinga 1951, bls. 77-172.
— Athugasemdir 1 sérprentun 1. nr. 27/1951, um meðferð opinberra mála. Rvík 1951.
Gammeltoft-Hansen, Hans og Koktvedgaard, Mogens. Lccrebog i Strafferetspleje. Khöfn 1978.
Greinargerð frá stjórn Lögmannafélags íslands. Starf lögmanna í hlutverki verjenda og
réttargæzlumanna. Morgunblaðið 8. nóvember 1977.
244