Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 41
ar eiga þær sér þó ekki langa sögu. Fjölföldunin er að sjálfsögðu af- sprengi þeirrar tækniþróunar sem hvarvetna blasir við okkur. Það er ekki aðeins að tæknin hafi gert okkur kleift að gera ljósmyndir af málverkum, ljósrit af rituðu máli, hljóðupptökur tals og tóna og mynd- rit upp úr sjónvarpi og1 kvikmyndum, heldur er tæknibúnaður á þessu sviði smám saman orðinn svo ódýr í framleiðslu að við liggur að um almannaeign sé að ræða. Tækni þessi er a.m.k. aðgengileg öllum al- menningi. Hljóðupptökutæki eru t.d. á flestum heimilum og myndrit- unarbúnaður á mörgum heimilum. Ljósritun er hægt að fá keypta á öðru hverju götuhorni. Af þessu leiðir að eigendur höfundaréttar eru farnir að óttast um sinn hag þar sem vegið hefur verið að grundvelli höfundaréttarvernd- ar með notkun þessa tæknibúnaðar til að gera eintök af vernduðum verkum án nokkurs endurgjalds til höfunda eða annarra rétthafa. Enn- fremur hafa menn hér á landi haft sérstakar ástæður til að óttast áhrif tækninnar að þessu leyti vegna þess hve samfélagið er fámennt og því fá eintök unnt að selja af hverri bók, hljóðriti eða myndriti. Kostnaður á hvert eintak er hár og ef þessi litli markaður rýrnar vegna endurgjaldslausrar fjölföldunar er óhjákvæmilegt að það leiði til enn hærra söluverðs á hvert eintak, en það leiðir síðan til þess að færri og færri verk komast í útgáfu. Viðbrögð við þessu hafa víðast hvar orðið þau að innheimta með einum eða öðrum hætti gjald hjá þeim sem fjölföldunar hafa notið, og hefur gjaldið síðan runnið til höfunda. Sem fyrirmynd hefur verið haft það fyrirkomulag sem eigendur grannréttinda, þ.e. flytjendur og aðrir slíkir, hafa fyrir löngu komið á hjá sér og birtist hér á landi í tRagnar Aðalsteinsson hefur fengist við mál- flutningsstörf í Reykjavík frá árinu 1962 og rek- ur nú málflutningsskrifstofu ásamt sameigend- um Lilju Ólafsdóttur, Sigurði Helga Guðjóns- syni og Viðari Má Matthíassyni. Hér birtist, að mestu óbreytt, erindi er höfundur flutti á mál- þingi Lögfræðingafélags íslands í september 1984. 247

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.