Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 42
STEFI, sem stofnað var 1948. Meginsjónarmiðin eru þau að samtök annast innheimtu gjalda og úthlutun fjár eftir tiltölulega einföldum reglum, enda ókleift að ráðast í slíka gjaldheimtu öðruvísi. Áhrif þess- arar gjaldtöku eru tvenns konar. Annars végar er eigendum höfunda- réttar bættur að einhverju leyti sá tekjumissir sem þeir verða fyrir af fjölfölduninni, en hins vegar er líklegt að gjaldtakan dragi að ein- hverju leyti úr fjölfölduninni þar sem hún er ekki leyfð gjaldfrjáls. Að loknum þessum almenna inngangi er rétt að víkja að réttar- ástandinu eins og það blasir við okkur hér á landi. Það er megininntak höfundaréttar að höfundur á eignarrétt að verki sínu og hann hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það. Verkið er að sjálfsögðu alltaf eitt, en unnt er að gera mörg eintök af sama verki. Með meginreglum þessum er reynt að tryggja að höfundur hafi fjárhágslegar nytjar af verkum sínum eins og aðrir starfandi menn. Um eintakagerðina er fjallað í greinargerð með frumvarpi til höf- undalaga á eftirfarandi hátt:1) „Andlag höfundaréttar, sem lagaverndin er veitt, er ávallt ólík- amlegt, þ.e. hugsmíð sú eða sköpunarstarfsemi, sem birtist í bók- menntaverki eða listaverki. Ef aðrir menn en höfundurinn sjálfur eiga að geta notið þess, verður að koma því til vitundar þeirra með einhverjum hætti. Um bókmenntaverk og tónverk er þetta unnt án þess að tengja verkið líkamlegum hlut, þ.e. með hljómum eingöngu, svo sem munnlegri frásögn eða upplestri, söng, hljóð- færaleik o.s.frv. Gétur verkið þá gengið þannig frá manni til manns og dreifzt meðal ótiltekins fjölda, sem nemur það og nýt- ur þess. Þannig hefur ávallt verið um kvæði og sögur, áður en rit- list var upp fundin, og tónverk, meðan þau voru ekki á nótur skráð. Önnur verk, þ.e. listaverk, sem fólgin eru í litum eða formi, svo sem málverk, höggmyndir, nytjalist o.fl., verða hins vegar ekki skynjuð, nema þau (þ.e. húgsmíð höfundar) séu fyrst á efni fest. Og nú á dögum fer dreifing bókmenntaverka og tón- verka einnig oftast fram með þeim hætti, að þau eru tengd líkam- legum hlutum, bókum, nótnaheftum, hljómplötum o.s.frv. Eru fjárhagsleg afnot verksins og oftast við það bundin. Sú tenging hugverks við fast efni, sem hér var getið, er í höf- undarétti nefnd eintakagerð eða eftirgerð af verkinu. 1 lögum nr. 49 frá 1943 er þetta einnig nefnt margföldun verksins, en það 1) Alþingistíðindi, A-deiId 1971, bls. 1272. 248

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.