Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 44
verið eða gefin út í hljóðriti eða myndriti. Gjald þetta er vegna upptöku
verka þeirra á hljóð- eða myndbönd til einkanota skv. heimildinni í 1.
mgr. Gjaldið er innheimt af tækjum til upptöku og af auðum hljóð- eða
myndböndum til einkanota. Gjald af tækjunum nemur 4% af innflutn-
ings- eða framleiðsluverði þeirra, 10 kr. á hvert hljóðband og 30 kr. á
hvert myndband.
Svo sem fram kemur í 1. mgr. 11. gr. má maður aðeins gera 3 eintök
til nota í starfi sínu og af þessu leiddi að kennarar gátu t.d. ekki á lög-
legan hátt ljósritað eintök af vernduðum verkum til nota í bekkjar-
deildum sínum. Þeir máttu reyndar ekki gera eintök nema fyrir sjálfa
sig og þá að hámarki þrjú. Þeir gátu því ekki afhent einstökum nem-
endum eintök. Nemendur máttu hins vegar ljósrita hver í sínu lagi
eintök til einkanota.
Eftir því sem tæknibúnaður í skólum jókst og batnaði leiddi það til
aukins ágangs skólanna í vernduð verk, einkum verk rithöfunda. Kenn-
arar virtust ekki gera sér ljóst að um ólögmæta háttsemi var að ræða,
enda hefur gengið tiltölulega seint að vekja virðingu manna fyrir höf-
undarétti hér á landi. Æðsta stjórnvald menntamála gekk meira að
segja svo langt að hvetja kennara til að ljósrita upp úr nýútgefnum
bókum ungra höfunda lesefni fyrir nemendur sína enda þótt viðkomandi
bækur væru fáanlegar í hverri bókabúð. Ekki var minnst á að rétt væri
að ræða málið við höfunda.
Rithöfundasambandi Islands var snemma ljóst að um verulégt hags-
munamál félagsmanna þess væri að ræða og fyrir tæpum 10 árum fór
það fram á viðræður við menntamálaráðuneytið um þessi mál. Urðu
viðbrögð næsta lítil en sóknin af hálfu R.I. var hert árið 1978 og lauk
á árinu 1984 með uppkvaðningu gerðardóms um gjald til rétthafa fyrir
afnot verka þeirra með fjölföldun í skólum landsins.
Aðdragandi gerðardómsins var samningur milli R.I. og STEFS, Félags
íslenskra bókaútgefenda og Blaðamannafélags Islands annars vegar og
ríkissjóðs hins vegar, dags. 6. maí 1983, um ljósritun og hliðstæða eft-
irgerð í íslenskum skólum. Jafnframt var gerður samningur um skipun
gerðardóms til að úrskurða um gjöld fyrir ljósritun og hliðstæða eftir-
gerð rita í skólum sem reknir eru af íslenska ríkinu eða styrktir af al-
mannafé.
Samningur þessi nær til lj ósritunar og annarrar hliðstæðrar eftirg'erð-
ar íslenskra rita til notkunar við kennslu í skólum. Hann nær ekki til
upptöku verka á hljóðrit, myndbönd eða kvikmyndir. Hann nær ein-
göngu til útgefinna rita og skerðir ekki þann rétt til eftirgerðar til
einkanota, sem heimilaður er í 1. mgr. 11. gr.
250