Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 48
fleiri en einum vinnustað. Um það var deilt hvort stefnandi, sem varð
fyrir slysi í tengslum við aukavinnu sína í þágu þriðja aðila, eigi lög-
bundinn rétt til greiðslu launa í því slysatilfelli úr hendi stefnda, sem
var aðalvinnuveitandi hans.
Hér er fjallað um eðli og tilgang veikindagreiðslna og hvernig þessar
reglur skera sig úr öðrum reglum um bætur vegna sjúkdóma og slysa.
Málavextir voru þeir að stefnandi, sem að aðalstarfi vann við pípu-
lagnir hjá stefnda, gegndi sem aukastarfi baðvörslu í íþróttahúsi gagn-
fræðaskóla nokkurs þrjú kvöld í viku frá kl. 18.00-23.00. Aðfaranótt 17.
febrúar 1981 geisaði ofviðri í Reykjavík. Stefnandi var á leið heim til
sín að loknu starfi sínu við baðvörslu að kvöldi 16. febrúar 1981 og var
að koma að heimili sínu er afar hvöss vindhviða hóf hann á loft og
feykti honum spölkorn. Stéfnandi kom harkalega niður og mjaðmar-
grindarbrotnaði.
Dómkröfur stefnanda voru þær að stefndi yrði dæmdur til greiðslu í
slysatilfelli í þrjá mánuði. Stefndi krafðist sýknu af kröfum stefnanda.
Til vara krafðist stefndi að kröfur stefnanda yrðu lækkaðar.
Stefnandi byggði kröfur sínar á því að er atvik þetta gerðist hafi hann
starfað hjá stefnda í meira en 5 ár en það var aðalstarf hans. Hafi hann
því áunnið sér rétt til launagreiðslu í slysatilfellum samkvæmt 1. og
2. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1979, þ.e. hann skyldi einskis í missa í launum
fyrsta mánuðinn og síðan fá greidd dagvinnulaun í tvo mánuði til við-
bótar, og miðaðist kröfugerðin við það, enda hafi stefnandi enn verið
óvinnufær af völdum slyssins að því tímabili loknu.
Stefndi byggði sýknukröfu sína á því að eina ástæðan fyrir ferðum
stefnanda umrætt óhappakvöld hafi verið aukavinna hans gegn fullu
kaupi í þágu annars vinnuveitanda, og hafi hann verið á heimleið frá
þeirri vinnu er hann fauk og slasaðist. Sú grundvallarregla gildi í þessu
efni að stefnanda sé rétt að beina kröfum sínum að þeim vinnuveitanda
sem hann hafi unnið fyrir umrætt kvöld, þ.e. Reykjavíkurborg. Þessa
reglu megi leiða beint af 4. gr. laga nr. 19/1979. Stefnanda sé rétt að
beina kröfum sínum að Reykjavíkurborg en ekki að stefnda. Það sé í
fyllsta máta óeðlileg niðurstaða að léggja greiðslubyrði á einn atvinnu-
veitanda vegna slysa við launuð störf í þágu annars við allt annan at-
vinnurekstur.
Nokkuð örugglega megi gera ráð fyrir að stefnandi hefði alls ekki
verið á ferð um götur borgarinnar í slíku veðri á þessum tíma nema
vegna tekjuöflunar sinnar, heldur haldið sig innan dyra eins og aðrir
borgarar Reykjavíkur í fárviðri þessu, sem mun vera það mesta í ára-
tugi. Eðli málsins samkvæmt nái tryggingar stefnda ekki til vinnu í
254