Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 49
þágu annarra vinnuveitenda. Með hliðsjón af framangreindu sé augljóst
að túlka beri 5. gr. laga nr. 19/1979 þröngt í því tilviki, sem hér sé um
að tefla, og sé 4. gr. laganna tæmandi þar um. Tilgangur 5. gr. sé að
tryggja launþegum rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum. Greinin
hafi raunar verið túlkuð það rúmt að launþegi njóti réttar samkvæmt
henni vegna óhappa í frítíma sínum, svo fremi að eðlileg aðgæsla sé
viðhöfð. Þess séu hins vegar ekki dæmi að greinin sé túlkuð þannig að
hún tryggi launþega rétt úr hendi annars vinnuveitanda en þess, sem
unnið er fyrir, þegar vinnuslys ber að höndum. Þetta sé í samræmi við
túlkun Vinnuveitendasambands Islands, og hafi ekkert verkalýðsfélag
eða sambönd þeirra mótmælt þeirri túlkun.
Stefndi kom enn fremur með þá varnarástæðu að sú fullyrðing stefn-
anda að hann hafi unnið hjá stefnda í að minnsta kosti 5 ár sé ekki alls
kostar rétt. Stefnandi hafi unnið til ársloka 1979 hjá sameignarfélagi
sem stefndi átti að hálfu, en það firma hafi hætt störfum 1. janúar 1980
og frá þeim tíma hafi stefnandi starfað hjá stefnda. Mjög sé í efa drég-
ið réttmæti réttindaskeytingar í þessu tilfelli.
Varakrafa stefnda var á því byggð að þar sem hér sé um að ræða
slys við störf í þágu Reykjavíkurborgar sem beri bótaábyrgð sam-
kvæmt 4. gr. laga nr. 19/1979 (um vinnuslys) skuli draga allar þær bæt-
ur, sem kunna að fást greiddar frá borginni, frá kröfunni á hendur
stefnda, ef svo ólíkléga færi að hann yrði talinn bótaskyldur að ein-
hverju leyti. í því tilfelli séu þó engin rök til að leggja efnisdóm á mál-
ið fyrr en reynt hafi á það hvern rétt stefnandi eigi á hendur Reykja-
víkurborg, og væri því sennilega rétt að vísa málinu frá að svo stöddu.
1 niðurstöðum héraðsdóms segir m.a. að hér reyni á túlkun og skýr-
ingu 4. og 5. gr. laga nr. 19/1979, um rétt verkafólks til uppsagnarfrests
frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, en lagaboð
þessi séu svohljóðandi:
„4. gr. Allt verkafólk, sem forfallast frá vinnu vegna slysa við
vinnuna, á beinni leið til eða frá vinnu, eða vegna atvinnusjúk-
dóma, sem orsakast af henni, skal fá greidd laun fyrir dagvinnu í
allt að 3 mánuði samkvæmt þeim taxta, sem viðkomandi tók laun
eftir, enda sé unnið hjá aðila sem fæst við atvinnurekstur í við-
komandi starfsgrein.
5. gr. Allt fastráðið verkafólk, sem ráðið hefur verið hjá sama
atvinnurekanda í eitt ár samfellt, skal er það forfallast frá vinnu
vegna sjúkdóma eða slysa eigi missa neins í af launum sínum,
í hverju sem þau eru greidd, í einn mánuð.
255