Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 51
þótt slys sé ekki í tengslum við vinnuna, svo fremi að ekki sé til að dreifa ásetningi eða gáleysi launþegans sjálfs.“ í framsögu flutningsmanns lagafrumvarpsins á Alþingi, þáverandi félagsmálaráðherra, segi m.a. að til grundvallar ákvæðum 5. gr. liggi sú hugsun að eðlilegt sé að launa tryggð við ákveðinn vinnustað með auknum starfsréttindum. Réttur verkafólks til þessara greiðslna sé ein- ungis háður fastráðningu um tiltekið árabil. Hins vegar skipti ekki máli hver sé orsök veikindanna eða hvar launþegi hafi orðið fyrir slysi. Sé litið til þessa svo og þess, sem að framan er rakið, tilurðar lag- anna nr. 19/1979 og þeirrar staðreyndar að þau séu hluti af launakjör- um verkafólks, verði ekki talið að réttindi, sem launþegi hefur áunnið sér samkvæmt þeim, skuli falla niður þótt um sé að ræða vinnuslys hjá öðrum aðila en þeim sem launþegi sé aðallega ráðinn hjá. Orðalág fyrr- nefndrar 5. gr. laganna og þau lagasjónarmið, sem að baki búi, styðji þá niðurstöðu að stefnandi eigi rétt til slysabóta úr hendi stefnda samkvæmt 1. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1979 vegna slyss þess sem hér um ræðir, enda hafi hann verið óvinnufær í meira en þrjá mánuði af þeim sökum, svo sem framlögð læknisvottorð beri með sér. Ekki verði talið að aðilabreyting á firma stefnda, sem stefnandi vann hjá, eigi að skerða áunninn rétt hans í þessu efni. Beri því að fallast á kröfu stefn- anda um rétt til launa í greindu slysatilfelli. Ekki verði talið að stefn- andi hafi sýnt af sér slíkt gáleysi er hann fór fótgangandi áleiðis heim til sín og í því veðri, sem geisaði tiltekið sinn, að áhrif skuli hafa á bótakröfu hans til lækkunar, eins og atvikum máls þessa sé háttað. Þá verði ekki talið að frá bótakröfu stefnanda beri að draga þær greiðslur sem hann hafi fengið frá Reykjavíkurborg vegna slyssins, enda sé þar og um að ræða launaréttindi sem stefnandi hafi áunnið sér vegna þess starfs. Ekki verði heldur talið að til frádráttar bótagreiðslu skuli koma sj úkrastyrkur sá sem stefnandi fékk úr sjúkrasjóði Sveinafélags pípu- lagningarmanna vegna slyssins, enda sé þar um að ræða sjálfstæðan rétt stefnanda sem félagsmanns í greindu sveinafélagi til styrkveitingar umfram lögboðnar kaupgreiðslur. Þá verði og ekki talið að dagpeningagreiðslur þær sem stefnandi fékk frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins skuli koma til frádráttar bótagreiðslu stefnda, þar sem þær vörðuðu einungis starf stefnanda hjá Reykj avíkurborg. Samkvæmt framansögðu beri að taka dómkröfur stefnanda, sem ekki hafi verið mótmælt tölulega, að fullu til greina að öðru leyti en því að dómari gerði athugasemd við vaxtakröfu. 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.