Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 61
Afbrotafræði Ingveldur Einarsdóttir: Afbrot kvenna. Hugverka- og auðkennaréttur Bjarni Þór Óskarsson: Eintakagerð til einkanota. Um 11. gr. höfundalaga. Réttarsaga Davíð Þór Björgvinsson: Áhrif upplýsingarinnar á íslenska refsilöggjöf og sakamálaréttarfar. VinnumarkaSsréttur Jón Steindór Valdimarsson: Ríki og ríkisstarfsmenn. Þjóðaréttur Georg Kr. Lárusson: Málsskot til Mannréttindanefndar Eyrópuráðsins. Jón Ögmundsson: Landgrunnið. Þjóðaréttur og alþjóðlegur einkamálaréttur Stefán H. Jóhannesson: Samningar um náttúruauðlindir milli erlendra fjárfest- ingaraðila og ríkja. 4. BREYTINGAR Á KENNARALIÐI Þorgeir Örlygsson, sem áður gegndi störfum í Borgardómi Reykjavíkur og síðar starfi aðstoðarmanns hæstaréttardómara, var settur dósent frá 1. sept- ember 1984. Kennir hann fjármunarétt á 3. og 4. námsári og alþjóðlegan einka- málarétt í III. hluta. Auk þess hefur hann umsjón með kennslu í raunhæfum verkefnum. Við lagadeild starfa nú 10 kennarar í fullu starfi, 7 prófessorar og 3 dósent- ar. Auk kennara í fullu starfi annast 3 aðjúnktar kennslu í deildinni, svo og nokkrir stundakennarar. Aðjúnktar eru ráðnir til tveggja ára hið skemmsta. Þeir eru Eirfkur Tómasson, hrl., Garðar Gíslason, borgardómari og Ragnheið- ur Bragadóttir, lögfræðingur. Ragnheiður hóf störf sem aðstoðarkennari í refsirétti í upphafi haustmisseris 1985. Áður hafði Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, verið aðjúnkt í refsirétti um langt skeið. 5. DEILDARFORSETI Dr. jur. Gaukur Jörundsson, prófessor, gegnir starfi forseta lagadeildar til 15. september 1986. Varadeildarforseti til sama tíma er Arnljótur Björnsson, prófessor. 6. SKRIFSTOFA LAGADEILDAR Katrín Jónasdóttir lét af störfum í júlí 1985 og hvarf til náms í Danmörku. Við starfi hennar tók í september 1985 Ásta E. Jónsdóttir. 7. NÝJAR KENNSLUGREINAR Nýlega var samþykkt á deildarfundi að taka upp tvær nýjar kjörgreinar í tilraunaskyni á 5. námsári (í III. hluta laganáms). Eru það Evrópuréttur og hug- verka- og auðkennaréttur. Hefst kennsla í Evrópurétti á haustmisseri 1986. 267

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.