Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 68
yfir. Það er enn langur vegur frá því að pyntingar þyki almennt jafn-ósam- boðnar mönnum og t.d. þrælahald. Þegar ráðist var í að herða atlöguna gegn pyntingum árið 1984 þótti sýnt að ekki væri nægilegt að fordæma pyntingar heldur yrði að snúa vörn í sókn og reyna að stöðva pyntingar og koma í veg fyrir að þær gætu átt sér stað. Samtökin gáfu þvt út skrá með 12 atriðum sem ætluð eru stjórnvöldum til leiðbeiningar við að stöðva pyntingar. Sum þessara atriða fjalla um reglur varðandi aðgang að föngum til þess að koma í veg fyrir að fangar séu pynt- aðir. Þar sem pyntingum er gjarnan beitt meðan föngum er haldið í einangrun er qinnig fjallað um nauðsyn þess að sérstakar varúðarreglur séu settar til að hincjra að slfk gæsla ýti undir pyntingar. Mælt er með banni við leynilegum fangelsum. Ættingjar og lögfræðingar ættu alltaf að fá nákvæmar upplýsingar um verustað fanga. Mælt er með eftirlitsferðum óháðra aðila til þeirra staða þar sem fólk er haft í haldi. Sérstakar varúðarráðstafanir skulu gerðar til að koma í veg fyrir pyntingar meðan á rannsókn og gæsluvarðhaldi stendur. Önnur atriði í skránni varða það hvernig bregðast skuli við grunsemdum um pyntingar. Allar kvartanir og kærur um pyntingar skulu rannsakaðar af hlut- lausum aðila. Þeir sem eru ábyrgir verði ákærðir. Yfirlýsingar sem gefnar hafa verið við pyntingar verði aldrei gild réttarskjöl. Fórnarlömb og ættingjar þeirra eigi rétt á bótum. Fórnarlömbum skuli séð fyrir læknishjálp og endurhæfingu. Öllum löggæslumönnum skuli sagt skýrt og greinilega, og sé það liður í þjálfun þeirra, að það sé afbrot að beita pyntingum. Ríkisstjórnir megi ekki skella skolleyrum við vitneskju um að aðrar ríkisstjórnir noti eða leyfi pynt- ingar, heldur láti uppi álit sitt á því. Reynsla og rannsóknir þykja hafa leitt í Ijós að sé allra þeirra atriða gætt sem skráin hefur að geyma sé útilokað að ríkisvald taki þátt í pyntingum eða að þær séu framdar með vitund þess og vilja. i langflestum tilvikum eiga pynt- ingar sér stað með vitund og vilja ráðamanna. Því er það að i sumum löndum hefur dregið úr pyntingum þegar yfirvöld snerust gegn þeim eða nýjar ríkis- stjórnir sem virða mannréttindi hafa tekið við stjórnartaumunum. Áhyggjur margra þjóða af pyntingum endurspeglast í ýmsum mikilvægum alþjóðlegum lagareglum og samþykktum, m.a. Yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna (S.Þ.) gegn pyntingum frá 1975, Starfsreglum S.Þ. fyrir verði laganna frá 1979, þar sem segir að „enginn löggæslumaður megi beita, hvetja til eða umbera pyntingar af neinu tagi ... “ og Grundvallarreglum S.Þ. um siðferði heilbrigðisstétta frá 1982, þar sem m.a. er tekið fram að það sé [ hróplegu ósamræmi við siðferði heilbrigðisstétta ef fólk í þeim kemur nálægt pyntingum. Fljálparsjóður S.Þ. fyrir fórnarlömb pyntinga, sem stofnaður var 1981, hefur tekið á móti framlögum frá 20 löndum. Hinn 10. desember 1984 mörkuðu Sameinuðu þjóðirnar enn eitt mikilvægt spor [ þessari baráttu með því að samþykkja Sáttmála gegn pyntingum og annarri illri, ómanneskjulegri og niðurlægjandi meðferð fanga eða refsingu. Yfirlýsingin gegn pyntingum frá 1975 hafði í sjálfu sér ekki lagagildi en reglurn- ar um bann við pyntingum verða þjóðréttarlega bindandi fyrir þær þjóðir sem staðfesta sáttmálann. Er tilskilið að 20 ríki staðfesti hann. Á síðastliðnu hausti munu 34 ríki hafa undirritað sáttmálann en ekkert ríki staðfest hann. Megin- reglan um alheimslögsögu yfir pynturum er tekin þar upp, slíkir böðlar eiga sér því ekkert griðland I þeim löndum sem eru aðilar að sáttmálanum. í honum 274

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.