Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 69
er lagt bann við þvf að senda fólk til landa þar sem það á á hættu að verða
pyntað. Samkvæmt sáttmálanum geta skipanir yfirmanns ekki réttlætt gerðir
þess sem pyntar. Sett skal á fót 10 manna nefnd sem á að rannsaka kærur um
skipulagðar pyntingar í aöildarlöndum sáttmálans.
Og enn hefur þessum málum miðað fram á veg. í mars 1985 samþykkti
Mannréttindanefnd S.Þ. að stofna stöðu sérstaks rannsóknaraðila sem leggja
skal fram skýrslur um pyntingar og skal starfssvið hans ná til allra aðildarrikja
Sameinuðu þjóðanna. Honum á að vera kleift að rannsaka allar skýrslur um
meintar pyntingar og grípa inn í mál sem ekki þola bið. Þessi tilhögun stór-
eykur möguleika Sameinuðu þjóðanna til að takast á við pyntingar. Fleira
mætti upp telja af vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem og af öðrum vettvangi,
en hér verður látið staðar numið. Er þeirri ósk hér komið á framfæri að ísland
láti ekki sitt eftir liggja í þessari baráttu.
í upphafi þessa yfirlits nefndi ég að lögfræðingar hefðu gjarnan komið við
sögu Amnesty. Það er því rétt að Ijúka þessu með þvi að minnast á „atvinnu-
mannahópana“ svokölluðu innan Amnesty. En svo eru kallaðir hópar fólks
úr sömu atvinnustétt sem starfa að Amnesty-málum, en þó innan sins sér-
sviðs; má nefna t.d. læknahópa, lögfræðingahópa, kennarahópa, blaða-
mannahópa, þingmannahópa. Lögfræðingahópar taka þátt í skrifum vegna
einstaklinga og í almennum herferðum þar sem sérgrein þeirra, lögfræðin,
kemur að sérstaklega góðum notum. Framlag þeirra getur haft mikla þýðingu
þegar Amnesty ræðir við ríkisstjórnir mál sem eru réttarfars- eða löggjafar-
eðlis. Sama á við þegar fjallað er um mál samviskufanga sem ekki hafa feng-
ið réttláta málsmeðferð eða hafa sætt pyntingum og við rannsókn mála, með
tilliti til þess hvort málin falli innan verksviðs samtakanna og samrýmist lög-
um þeirra. Lögfræðingahópar eru einnig landsdeildum til ráðuneytis um ýmis
lögfræðileg málefni og veita hjálp við að vekja athygli lögfræðingastéttar
lands síns á mannréttindabrotum um víða veröld. Næsti alþjóðafundur lög-
fræðingahópa verður haldinn í London í maí 1986. Það er leitt að þrátt fyrir
hið mikla frumkvæði sem íslenskir lögfræðingar hafa sýnt í starfi Amnesty
skuli ekki enn vera til lögfræðingahópur á íslandi sem sent geti fulltrúa á
þetta þing, sem án efa verður mjög áhugavert.
Hjördís Hákonardóttir
NÝ STJÓRNSÝSLULÖGGJÖF í DANMÖRKU
í Danmörku hafa verið sett almenn stjórnsýslulög nr. 571 19. desember
1985 (Forvaltningslov) svo og lög um aðgang að upplýsingum hjá stjórn-
sýslunni nr. 572 19. desember 1985 (Lov om offentlighed i forvaltningen) og
taka hvor tveggja lögin gildi 1. janúar 1987. Hefur þá verið sett almenn
stjórnsýslulöggjöf í einhverri mynd á öllum Norðurlöndunum nema hér á
landi en stjórnskipuð nefnd mun þó vera komin vel á veg að semja frumvarp
til íslenskra stjórnsýslulaga.
Dönsku stjórnsýslulögin eru 37 greinar í 9 köflum. Fyrsti kaflinn fjallar
um almennt gildssvið laganna, annar um vanhæfi stjórnvalda, þriðji um leið-
beiningaskyldu stjórnvalda, málsvara aðila o.fl., fjórði um upplýsingarétt
275