Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 28
Að þessu loknu er kveðinn upp meðlagsúrskurður samkvæmt 1. mgr. 15. gr. bl. 3.1.2. Skilnaður eða sambúðarslit Samkvæmt 24. gr., sbr. IV. kafla og 38. gr. bl., ber við skilnað for- eldra eða við slit óvígðrar sambúðar að taka afstöðu til forsjár barna og greiðslu framfærslueyris (meðlags) með þeim.13 í 24. gr. bl. kem- ur að vísu ekki fram að reglum IV. kafla bl. eigi að fylgja við slit óvígðrar sambúðar. I framkvæmd er engu að síður sömu reglum fylgt að mestu leyti. Meðferð mála er þó frábrugðin í einstökum atriðum, eftir því hvort um er að ræða skilnað eða slit óvígðrar sambúðar og er því haganlegt að fjalla um það hvort í sínu lagi. 3.1.2.1. Skilnaður Leyfi til skilnaðar að borði og sæng samkvæmt 31. gr. hjl. veita bæjarfógetar eða sýslumenn utan Reykj avíkur og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, en í Reykjavík yfirborgardómari, sbr. 1. mgr. 43. gr. hjl. Skilnað að borði og sæng samkvæmt 32. gr. hjl. og lögskilnað samkvæmt 34. - 42. gr. hjl. veitir dómsmálaráðuneytið. I öllum tilfellum snúa aðilar sér til framangreindra sem valdsmanna með kröfu um skilnað. Ef aðilar eru sammála um skilnaðinn og öll skilnaðarkjör, þ.m.t. greiðslu meðlags með börnum, gefur viðkomandi valdsmaður út skilnaðarleyfi. Ef hjón hafa ekki gert með sér skrif- legan samning um öll skilnaðarkj ör, þegar valdsmaður tekur mál þeirra fyrir, er samkomulag þeirra bókað í svokallaða hjónaskilnaðarbók og það staðfest af viðkomandi valdsmanni. I skilnaðarleyfi kemur síðan m.a. fram athugasemd um það að samkomulag sé um greiðslu með- lags. Með þessum hætti er fullnægt því skilyrði 21. gr. bl. að sam- komulag um framfærslueyri sé því aðeins gilt að það sé staðfest af valdsmanni. Þegar staðfest samkomulag liggur fyrir með þessum hætti getur sá, sem hefur forsjá barns og stendur straum af útgjöldum vegna framfærslu þess, snúið sér til Tryggingastofnunar ríkisins. Nán- ar verður rætt um hlutverk hennar hér á eftir. Ef hjón eru ósammála um að skilja eða um skilnaðarkjör er ágrein- ingi vísað til dómsmálaráðuneytisins, sem gefur ekki út skilnaðar- leyfi fyrr en ágreiningur hefur verið leiddur til lykta, annaðhvort með samkomulagi eða úrskurði ráðuneytisins.14 Þetta á að sjálfsögðu einn- ig við ágreining um greiðslu meðlags. Það er athyglisvert að við þess- 13 Sjá ennfremur 31. gr. hjl. 170

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.