Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 33
ákveða meðlagsgreiðslur lægi’i en sem nemur barnalífeyri eins og hann er ákveðinn á hverjum tíma í lögum um almannatryggingar. Þá kemur fram í 2. ml. 21. gr. bl. að ekki megi semja um lægra meðlag en sem nemur framangreindu lágmarki. í þessu sambandi er oft talað um meðalmeðlag, einfalt meðlag eða lágmarksmeðlag. Síðastgi’einda nafn- giftin er eðlilegust þar sem í raun er um að ræða lágmark. Hins vegai’ er ekki að finna í lögum neinar reglur sem reisa skorður við því hversu hátt meðlagið getur orðið, hvort sem það er ákvarðað með úrskurði eða í samningi. Tilgangurinn með 2. mgr. 15. gr. bl. var að skapa úrskurðaraðila meira svigrúm til að ákvarða meðlagið eftir því sem eðlilegt þótti í hverju tilfelli og hverfa þar með frá þeirri tilhneigingu að úrskurða aðeins lágmarksmeðlag.18 Hefur mörgum þótt sú fjárhæð lág og ekki í samræmi við raunverulegan framfærslukostnað bams. Þetta mark- mið hefur ekki náðst og oftast er látið við það sitja að ákvarða lág- marksmeðlag. Reynslan sýnir að hærra meðlag er aðeins úrskurðað þegar efnahagur þess meðlagsskylda er allgóður eða þarfir barns mæla með því. Nærtækasta skýringin á þessari tregðu er eflaust að öflun upplýsinga um þau atriði, sem máli eru talin skipta, er oft tafsöm og erfið, ekki síst þeirra sem snerta fjárhagsstöðu og aflahæfi þess sem krafinn er. Þá gengur valdsmaður ekki af sjálfsdáðum eftir því að slíkra gagna sé aflað, nema beinlínis sé gerð krafa um meira en lág- marksmeðlag. Slík krafa kemur hins vegar tiltölulega sjaldan fram þar sem aðilum er annaðhvort ekki kunnugt um þennan rétt sinn eða hliðra sér hjá að gera slíka kröfu, nema sérstaklega standi á. önnur skýring er sú að samkvæmt 1. mgr. 29. gr. bl. eru greiðslur Trygginga- stofnunar ríkisins á grundvelli yfirvaldsúrskurðar háðar þeim tak- mörkum um fjárhæð og aldur barns, sem greinir í almannatrygginga- lögum og er í því sambandi sérstaklega vitnað til 14. gr. atl. Þetta þýðir að Tryggingastofnun ríkisins greiðir aldrei meira samkvæmt yfirvaldsúrskurði en sem nemur fjárhæð barnalífeyris eins og hann er ákveðinn á hverjum tíma, þ.e. lágmarksmeðlag, óháð því hvort úr- skurður valdsmanns kveður á um hærri fjárhæð. Er þess tæplega að vænta að tilgangur 2. mgr. 15. gr. bl. náist nema kveðið sé nánar á um hlutverk valdsmanns varðandi öflun upplýsinga um framangreind atriði eða sú skylda lögð á herðar honum að leiðbeina krefjanda í þessu efni, eða reglur settar um rýmri aðgang að Tryggingastofn- un en nú gilda. Þó er rétt að benda á að mismunur þess sem valds- 18 Ármann Snævarr: Barnaréttur, Reykjavík 1987, s. 83. 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.