Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 35
eyri í einu lagi langt fram í tímann, jafnvel meðan framfærsluskylda varir. Er þá gert ráð fyrir að fé það sem greitt er sé varðveitt með tilteknum hætti, annað hvort með þeim hætti er greinir í 38. gr. lög- ræðislaga nr. 68/1984 um fé ófjárráða manna eða með kaupum á verð- tryggðum ríkisskuldabréfum. Áður en skilist er við tilhögun á greiðslu meðlags er rétt að benda á 5. mgr. 73. gr. atl., þar sem fram kemur að Tryggingastofnun sé heimilt að greiða meðlag allt að 12 mánuði aftur í tímann, enda liggi fyrir að raunveruleg samvistarslit hafi staðið svo lengi, þótt ekki hafi verið gerður reki að því að krefjast skilnaðar fyrr, eða eftir atvikum að tilkynna um sambúðarslit, og meðlagsskyldur aðili hefur ekki sinnt framfærsluskyldum sínum á þeim tíma. 1 5. gr. áðurnefnds frumvarps til breytinga á barnalögum frá 1987 er gert ráð fyrir að 1. mgr. 15. gr. bl. verði breytt til samræmis við þetta, þannig að óheimilt verði að ákvarða framfærslueyri samkvæmt ákvæðinu lengra en 12 mánuði aft- ur í tímann, nema alveg sérstaklega standi á,18a Samkvæmt 2. tl. 3. gr. 1. 14/1905 fyrnast kröfur um meðlag á 4 árum. Þess ber að gæta að hér getur eingöngu verið um að ræða kröfu þess er meðlagið á að fá á hendur meðlagsskyldum aðila, enda fyrnast endurkröfur vegna þegins sveitarstyrks ekki, sbr. 3. mgr. 1. gr. sömu laga, en telja verður að endurkrafa Innheimtustofnunar sveitarfélaga, eða eftir atvikum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, á hendur meðlagsskyld- um aðila sé einmitt af því tagi.19 3.3. Tengsl erfðaréttar og tilkalls til meðlags I barnalögum er ekki vikið að þessu álitaefni. Þó fer ekki á milli mála að búi framfærsluskylds aðila er skylt að svara til meðlagsins allt til þess tíma er andlát hins framfærsluskylda bar að höndum. Ef eftirlifandi maki meðlagsskylds foreldris hefur fengið leyfi til setu í óskiptu búi hefur verið litið svo á að honum beri að svara til meðlags- greiðslna. Byggist þetta aðallega á 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. 2. ml. 7. gr. 1. 48/1989, um breytingu á þeim lögum, þar sem fram kemur að maki sem situr í óskiptu búi beri ábyrgð á skuldum hins látna sem um hans eigin skuldir væri að ræða. Ef ekki er um setu í óskiptu búi að ræða eða skipti fara fram eftir andlát hins langlífara lýkur tilkalli til meðlags og erfðatilkall tekur við.20 Á hinn bóginn eru hagsmunir barna sem missa meðlagsskylt foreldri fyrst og fremst 18a Alþt. A 1987, s. 1647. 19 Sjá H 1954,433 og 1987,473 þar sem vikið er að fyrningu. 20 Ármann Snævarr: Barnaréttur, Reykjavík 1987, s. 86—87. 177
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.