Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 42
4. SÉRSTÖK FRAMLÖG I IV. og V. kafla bl. er í nokkrum ákvæðum gert ráð fyrir að hægt sé að úrskurða meðlagsskyldan aðila til meðlagsgreiðslna eða sérstakra framlaga umfram það sem beinlínis kemur fram í 15. gr. bl. Sá munur er á þessum heimildum að framlög samkvæmt þeim ákvæðum sem fram koma í IV. kafla eru ætluð barni til framfærslu, en þau sem fram koma í V. kafla, nánar tiltekið í 25. og 26. gr., tilheyra móður. 4.1. Menntunarmeðlag samkvæmt 1. mgr. 17. gr. bl. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. bl. lýkur framfærsluskyldu þegar barn verður 18 ára eða þegar ungmenni giftist yngra, nema valdsmaður ákveði annað. Síðan segir: „Framlag til menntunar eða starfsþjálf- unar barns er heimilt að ákveða allt til þess, er barn nær 20 ára aldri.“ Orðið „menntunarmeðlag" kemur ekki fyrir í lögunum, en er gjarn- an notað af þeim sem um þessi mál fjalla í framkvæmd. I lögunum eru notuð orðin „framlag til menntunar eða starfsþjálfunar“, sbr. einnig 73. gr. atl. Venjulega er það ungmennið sjálft sem gerir þessa kröfu, þrátt fyrir 2. mgr. 23. gr. þar sem menntunarmeðlagið er ekki undanskilið. Þetta er eðlilegt í ljósi þess að 18 ára ungmenni eru að fullu lögráða og meðlagið tilheyrir ungmenninu. I 7. gr. frumvarpsins frá 1987 er lagt til að kveðið verði skýrar á um þessa heimild ungmennis.30a Valds- maður (í Reykjavík yfirsakadómari) úrskurðar um greiðslu mennt- unarmeðlags. Skyldan til greiðslu menntunarmeðlags ræðst af tvennu, þ.e. þörf ungmennis annars vegar og greiðslugetu meðlagsskylds foreldris hins vegar. Kröfunni þurfa að fylgja vottorð um skólavist eða starfsþjálf- un og skattframtal ungmennis. Þá er þeim sem krafinn er gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna. Einkum er tekið mið af því hversu aflögufær hann er og við það mat tekið mið af tekjum samkvæmt skattframtölum síðustu tvö árin, öðrum framfærsluskyldum sem á honum kunna að hvíla og hugsanlega eigna- og skuldastöðu. Ef fallist er á kröfu um menntunarmeðlag er venjulega miðað við lágmarksmeðlag. I úrskurði er ennfremur tekið fram hversu lengi á að greiða, en það þarf ekki að vera allan tímann frá 18 til 20 ára ald- urs. I framkvæmd er litið svo á að heimilt sé að skjóta úrskurði valds- 30a Alþt. A 1987, s. 1648 og 1657. 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.