Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 45
hefur afar sjaldan reynt og sætir það nokkurri furðu í ljósi þess að um tiltölulega rúma heimild er að ræða. Kann fæðingarorlofið að hafa eitthvað að segja í því sambandi, enda þótt greiðslur samkvæmt ákvæð- inu eigi að vera algerlega óháðar því. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. má úrskurða barnsföður til að greiða konu mánaðarlegan styrk til hjúkrunar og framfærslu í allt að 9 mán- uði ef hún hefur sýkst vegna meðgöngu eða barnsburðar. Má reikna með að styrkur samkvæmt þessu ákvæði yrði að jafnaði hærri en samkvæmt 1. mgr. Samkvæmt 3. mgr. má skylda menn til greiðslu ofangreindra fram- laga enda þótt barn fæðist andvana. 5.2. Framlög samkvæmt 26. gr. bl. Hafi barnsfaðir með dómi orðið sannur af tilræði við barnsmóður sem um getur í 3. mgr. 15. gr. bl. skal valdsmaður (í Reykjavík yfir- sakadómari) samkvæmt 1. mgr. 26. gr. úrskurða hann til að greiða allan kostnað sem af meðgöngu og barnsburði stafar. Skv. 2. mgr. 26. gr. getur valdsmaður ennfremur úrskurðað þann sem valdur er að þunga konu til að greiða útgjöld vegna lögmætrar eyðingar á fóstri hennar. 1. mgr. 26. gr. er í fullu samræmi við 3. mgr. 15. gr. bl. og vísast til greinargerðar með 3. mgr. 15. gr. um skýringu á þessu ákvæði. Varðandi 2. mgr. 26. gr. vekur athygli að það virðist ekki vera skil- yrði samkvæmt ákvæðinu að um sé að ræða þess konar tilræði við konu sem lýst er í 3. mgr. 15. gr., sbr. 1. mgr. 26. gr. bl., né virðist það skipta máli þótt faðirinn sé andvígur fóstureyðingu. Því virðist hér um rúma heimild að ræða og nokkuð sérstæða, þar sem hægt er að úrskurða barnsföður til að greiða þennan kostnað að öllu leyti. Um það hvað telst lögmæt fóstureyðing samkvæmt þessu ákvæði ber að fara eftir 1. nr. 25/1975, einkum II. kafla, sbr. til hliðsjónar 216. gr. hgl. Þetta skiptir etv. ekki miklu máli fyrir konuna þar sem slíkar aðgerðir eru henni að mestu að kostnaðarlausu. Hins vegar gæti sú opinbera stofnun sem kostar aðgerðina átt endurkröfu á barnsföður, sbr. 3. mgr. 27. gr. bl. Vakin er athygli á að í 1. mgr. 26. gr. er valdsmanni skylt að úr- skurða föður til greiðslu kostnaðarins, en samkvæmt 2. mgr. er hon- um það heimilt. 187

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.