Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Síða 46
6. BARNALÍFEYRIR 6.1. Hvað er barnalífeyrir? Um barnalífeyri er fjallað í 14. gr. atl., ásamt síðari breytingum.33 Ákvæðinu er skipað í II. kafla laganna sem fjallar um lífeyristrygg- ingar. Samkvæmt 10. gr. atl. taka lífeyristryggingar til ellilífeyris, örorkulífeyris, makabóta, barnalífeyris, mæðralauna, ekkjubóta og ekkjulífeyris. I reynd má hins vegar segja að barnalífeyrir sé ein teg- und meðlags, þ.e. í þeim skilningi að hann kemur í stað meðlags þegai’ ekki nýtur við meðlagsskylds foreldris, eða greiðslugeta þess er skert af nánar tilgreindum ástæðum. 6.2. Hverjir eiga rétt á barnalífeyri? Skv. 14. gr. atl. greiðist barnalífeyrir vegna barna yngri en 18 ára sem svo er ástatt fyrir sem hér segir: a. Annað foreldranna er látið. Réttur til barnalífeyris stofnast þó ekki við fráfall stjúpföður eða stjúpmóður ef barn á meðlagsskylt foreldri á lífi. Ef báðir foreldrar eru látnir greiðist tvöfaldur barna- lífeyrir. (1. mgr.). b. Annað foreldri er örorkulífeyrisþegi. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að foreldri verði að vera a.m.k. 75% öryi’ki til þess að réttur til barnalífeyris stofnist á grundvelli þessarar heim- ildar og er það í samræmi við b-lið 1. mgr. 12. gr. atl. Ef báðir for- eldrar eru örorkulífeyrisþegar greiðist tvöfaldur lífeyrir. Hverjir telj- ist örorkulífeyrisþegar í þessum skilningi fer eftir lögum um almanna- tryggingar hverju sinni (1. mgr.). c. í 3. mgr. kemur fram að Tryggingaráð getur kveðið á um greiðslu barnalífeyris með barni ellilífeyrisþega og barni manns sem sætir gæslu eða refsivist, enda hafi vistin varað a.m.k. 3 mánuði. Vakin er athygli á að hér er um að ræða heimild — en ekki skyldu — til handa Tryggingaráði til að greiða barnalífeyri við þessar aðstæður. Þetta þýðir að Tryggingaráð metur í hverju einstöku tilfelli hvort viðkom- andi fær greiddan barnalífeyri. Ræðst það auðvitað fyrst og fremst af því hvort viðkomandi aðilar geta séð sómasamlega fyrir barni sínu eða ekki. Þegar um refsifanga er að ræða hefur Tryggingaráð túlkað það svo að greiðsla barnalífeyris komi aðeins til greina þegar fangi 33 Breytingar á þessu ákvæði almannatryggingalaga nr. 67/1971 liafa verið tíðar, eins og raunar á öðrum ákvæðum laganna. Tilvisun til 14. gr. í þessari grein felur einnig í sér tilvísun til þeirra lagaákvæða sem breyta 14. gr., en þau eru: 3. gr. 1. 96/1971, 1. gr. 1. 85/1980, 1. gr. 1. 11/1982, 1. gr. 1. 25/1984 og 1. gr. 1. 23/1987. 188

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.