Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Side 50
7.2. Hvaða kröfur eru lögtakskræfar? I 1. mgr. 28. gr. bl. er gert ráð fyrir að meðlag með börnum sam- kvæmt úrskurði valdsmanns á grundvelli 1. og 3. mgr. 15. gr. bl. sé lögtakskræft. Hið sama gildir um sérstök framlög samkvæmt 19. gr., 25. gr. og 26. gr., sbr. 27. gr. bl. Þá er þess getið að meðlag á grund- velli samnings sem valdsmaður hefur staðfest, sbr. 21. gr. bl., sé lög- takskræft. Það vekur athygli að ekki er skýrt tekið fram í bl. né atl. að mennt- unarmeðlaginu fylgi lögtaksréttur.35 Engu að síður verður að telja að slík heimild sé fyrir hendi, a.m.k. að því er varðar þann hluta sem Tryggingastofnun ríkisins svarar til, sbr. 2. tl. 3. mgr. 5. gr. 1. nr. 54/1971 um Innheimtustofnun sveitarfélaga, en í 74 gr. atl. er gert ráð fyrir að stofnunin innheimti þær kröfur sem Tryggingastofnun hefur svarað til á grundvelli 73. gr. atl. og er menntunarmeðlagið þar á meðal. Það er því ljóst að Innheimtustofnun sveitarfélaga nýtur þess hagræðis við innheimtu sem lögtaksrétturinn er, þótt þess sé ekki sérstaklega getið í barnalögum. Hins vegar er þetta ekki jafn Ijóst um þann hluta menntunarmeðlagsins sem er umfram fjárhæð barnalífeyris á hverjum tíma. I því sambandi vaknar sú spurning hvort 6. tl. 1. gr. ltl. er nægileg heimild. Verður að telja að svo sé, enda rök fyrir því að undanskilja beri menntunarmeðlagið með þessum hætti torfundin. Það getur skipt máli í tveimur tilfellum hvort lögtaksréttur fylgir umræddum kröfum: 1 fyrsta lagi þegar um er að ræða endurkröfu Tryggingastofnunar á hendur greiðsluskyldum aðila og í öðru lagi þegar Tryggingastofnun ríkisins svarar ekki til krafna að öllu leyti. Hið síðarnefnda kemur einkum til greina ef aðilar hafa t.d. samið um hærra meðlag með börnum en lágmarksmeðlag eða valdsmaður úrskurðað hærra á grundvelli 1. mgr. eða 3. mgr. 15. gr. í síðara tilfellinu nýtur rétthafi bótanna góðs af því að lögtaksrétt- ur fylgir þeirri fjárhæð sem Tryggingastofnun svarar til. 7.3. Innheimtustofnun sveitarfélaga Innheimtustofnun sveitarfélaga starfar samkvæmt 1. 54/1971. I 3. gr. laganna segir að hlutverk stofnunarinnar sé að innheimta hjá með- 35 Sjá t.d. Ármann Snævarr: Barnaréttur, Reykjavík 1987, s. 85, þar sem bent er á þetta án þess að það sé skýrt frekar. í 10. gr. frumvarpsins frá 1987 er lagt til að bætt verði úr þessu og skýrt kveðið á um að menntunarmeðlaginu samkvæmt 1. mgr. 17. gr. fylgi lögtaksréttur, sbr. Alþt. A 1987, s. 1648 og 1657. 192

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.