Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Blaðsíða 52
8. MEÐLAGSSKYLT FORELDRI BÚSETT ERLENDIS Sérstök vandamál rísa þegar greiðsluskyldir aðilar eru búsettir erlendis, hvort sem um er að ræða íslenska menn erlendis eða erlenda ríkisborgara. Vandinn sem við er að etja í slíkum tilfellum er tvíþætt- ur, annars vegar að fá skorið úr um faðernið, þegar um óskilgetin börn er að ræða, svo að unnt sé að kveða upp meðlagsúrskurð, og hins vegar að kanna hvaða úrræðum unnt sé að beita við innheimtu með- lagsins. 8.1. Meðlagsúrskurður á hendur Tryggingastofnun ríkisins Samkvæmt 2. mgr. 33. gr. bl. er nægilegt að móðir barns eða barnið sjálft eigi lögheimili hér á landi til að höfða megi barnsfaðernismál fyrir íslenskum dómstóli. í 34. gr. bl. er að finna ítarlegar reglur um meðferð barnsfaðernismála í slíkum tilfellum. I 1. mgr. kemur fram að heimilt sé að kveða upp úrskurð um meðlag og barnsburðarkostn- að á hendur Tryggingastofnunar ríkisins ef varnaraðili er dæmdur faðir barnsins og getur viðkomandi leitað þangað um greiðslu meðlags- ins. I 2. mgr. 34. gr. bl. er gert ráð fyrir að móðir geti fært fullnægjandi sönnur á faðerni barns skv. 2., 8. og 11. gr. bl.38 Að því loknu getur valdsmaður kveðið upp meðlagsúrskurð á hendur Tryggingastofnun. Hliðstæða reglu er að finna í 3. mgr. 34. gr. ef faðir hefur forsjá barns og móðir á heima erlendis eða ókunnugt er um dvalarstað henn- ar. í öllum þessum tilfellum er Innheimtustofnun sveitarfélaga falið að sjá um innheimtu þess fjár sem Tryggingastofnun hefur greitt á grundvelli slíkra úrskurða, eftir því sem fært þykir. Það vekur athygli að aðeins er kveðinn upp meðlagsúrskurður á hendur Tryggingastofn- un, en ekki sjálfum föðurnum, sem þó ber að greiða framfærslueyrinn á endanum, ef til hans næst. Grundvöllur kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga á hendur honum er því harla óljós. 38 2. gr. bl. hefur að geyma svokallaða „pater est-reglu“, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að eiginmaður móður sé faðir barns ef það er alið f hjúskapnum eða svo skömmtt á cftir að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. I 1. mgr. 8. gr. er fjallað um beina faðernisviðurkenningu. Hún þarf ekki endilega að vera gerð fyrir valdsmanni, heldur má gera hana bréflega með vottum án nokkurs atbeina valdsmanns. Það eru einkurn gögn af síðara taginu sem átt er við í 2. mgr. 34. gr. f 2. mgr. 8. gr. kemur fram að sambúð við móður barns telst jafngilda faðemisviðurkenningu og að síðustu er í 11. gr. bl. gert ráð fyrir að faðernisviðurkenning sem fengin er erlendis sé jafngild faðernis- viðurkenningu sem fengin er hér á landi. 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.