Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 54

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Qupperneq 54
nokkra þýðingu yfirleitt. Það er einkum þrennt sem menn hafa notað til að miða slíka skiptingu við. I fyrsta lagi það hver á aðild að þeim réttarsamböndum sem lagareglurnar geta af sér. I öðru lagi það að í opinberum rétti gæti meira beinna boða og banna en í einka- rétti, sem mótast fyrst og fremst af samningum einstaklinga í milli, og í þriðja lagi það að hvaða hagsmunum reglurnar lúta. Ef fyrst- nefnda viðmiðið er notað eru allar þær reglur sem leggja skyldur á herðar opinberum aðilum til framfærslu barna hluti af opin- berum rétti. Sem dæmi um reglur af þessu tagi má taka þær sem leggja skyldur á herðar Tryggingastofnun ríkisins að svara til til- tekinna útgjalda vegna framfærslu barna. Ef annað viðmiðið er not- að tilheyra þær reglur opinberum rétti sem leggja framfærsluskyldur á einstaklinga. Skýrt dæmi um þetta eru 3. gr. fl. og 14. gr. bl. Ef litið er til þessa tvenns virðist sem hægt sé að fella allar réttarreglur um framfærslu barna undir reglur opinbers réttar. Ef hins vegar tekið er mið af þeim hagsmunum sem reglur um framfærslu barna lúta að vandast málið, enda blandast opinberir og einkaréttarlegir hagsmunir þar mjög saman. Annars vegar hagsmunir hins opinbera af því að menn sinni framfærsluskyldum sínum og hins vegar hagsmunir þess sem framfærslu nýtur. Að auki má benda á að margar lagareglur um framfærslu barna eru einkai’éttarlegs eðlis í þeim skilningi að þær skapa einum einstaklingi beinan rétt á hendur öðrum einstaklingi, sem unnt er að fullnægja án íhlutunar opinberra aðila annarra en dómstóla. Þetta verður ljóst þegar þess er t.d. gætt að þeim sem fær úrskurðað meðlag með barni sínu er ekki skylt að leita til Tryggingastofnunar ríkisins um greiðslu þess, en getur þess í stað innheimt það beint hjá hinum gi’eiðsluskylda. M.ö.o. úrskurður um meðlag skapar rétthafa úrskurðarins sjálfstæðan rétt á hendur hinum greiðsluskylda sem sóttur verður eftir sömu leiðum og dæmigerðar eru fyrir einkaréttar- legar kröfur. Þetta er enn augljósara þegar aðilar hafa beinlínis sam- ið um hærra meðlag en það sem Tryggingastofnun ríkisins svarar til á hverjum tíma. Þannig geta hinar einstöku reglur verið hvort tveggja í senn hluti af opinberum rétti og einkarétti, allt eftir því hvað menn leggja slíkri skiptingu til grundvallar. Þegar þess er gætt sem nú var sagt er vandséð hvaða merkingu það hefur þegar segir í 3. mgr. 1 gr. bl. að í lögunum sé eingöngu fjallað um framfærslu barna að einkarétti. Tengsl einkaréttarreglna og reglna opinbers réttar eru aug- ljóslega mjög náin og svo mjög að ekki verður alltaf greint á milli, auk þess sem afleiðingar slíkrar skiptingar eru afar óljósar, ef þær eru þá nokkrar. 196
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.