Ægir - 01.01.1995, Qupperneq 6
Húnaröst RE 550 (1070)
Eins og sjá má af neðanskráðu hefur Húnaröstin komið við á nokkrum
stöðum í íslenskri útgerðarsögu og eftir ýmsar breytingar og stækkanir
má kannski líkja henni við roskna en síunga maddömu sem heldur sér enn
vel eftir nokkrar lýta- og fegrunaraðgerðir.
Húnaröstin var byggð hjá Sondeborg Skibsværft í Danmörku, nýsmíði
númer 56, og kom til landsins í júnímánuði árið 1968. í júní 1968 tii janúar
1973 hét hún Gissur hvíti SF 1 og eigendur voru Óskar Valdimarsson o.fl.
Hornafirði. í febrúar 1973 til september 1973 hét hún enn sama nafni en
var þá í eigu Stáls hf. á Seyðisfirði en í október 1973 var hún seld til Nes-
kaupstaðar og hét þá Víðir NK 75 og var í eigu Bylgjunnar hf. á Neskaup-
stað. Par var hún þar til í maí 1975 þegar hún verður Húnaröst ÁR 150 í
eigu samnefnds fyrirtækis í Þorlákshöfn. Frá apríl 1990 hefur hún síðan
heitið Húnaröst RE 550, skipaskrárnúmer 1070, og verið skráð í Reykjavík.
Fyrsta breytingin var gerð árið 1977 þegar byggt var yfir skipið og það
lengt úr 39,15 metrum í 44,76 metra. í júní 1989 var aftur lenging á dagskrá
og nú tognaði á Húnaröstinni í 50,85 metra. Upphaflega var aðalvél skips-
ins frá MWM 825 hestöfl en í september 1980 var skipt um aðalvél og
núverandi vél er frá Bergen Diesel, 1420 hestöfl.
bjó stórbúi um árabil og var litríkur hér-
aöshöföingi.
„Björn er litríkur og sérstakur maöur
og það var gaman aö starfa meö hon-
um. Viö vorum auövitaö ekki alltaf
sammála en þaö breytti engu.
Ég flutti svo frá Skagaströnd 1963
en viö héldum áfram útgerö Húnans
héöan frá Reykjavík."
Húni II skemmdist síöar mikið í eldi
í Reykjavík og skipið var frá veiðum
langt á annaö ár vegna tafa við við-
gerðir og endurbætur. Hákon segir að
þeir félagar hafi tapað miklu fé á þessu
og þessar ófarir hafi að lokum riðiö út-
gerð Húna II næstum aö fullu."
Hverjir voru helstu síldarkóngar þeg-
ar Hákon var á síld á árum áður?
„Eggert Gíslason bar auðvitað höfuð
og herðar yfir aðra. Hann varð fyrstur
með asdikið. Haraldur Ágústsson var
fyrstur með kraftblökkina á Reykja-
borginni og Guðmundi Þórðarsyni. Ég
sá reyndar fyrst kraftblökk um borö í
Böðvari frá Akranesi. Haraidur var
gamall skipsfélagi minn og skólabróðir
úr Stýrimannaskólanum. Hann var
hugmyndaríkur og heppinn að vera í
útgerð með mönnum sem voru
óhræddir við nýjungar. Hrólfur Gunn-
arsson, seinna skipstjóri á Júpíter og
mágur Haralds, var einnig í þessum
sama árgangi sem útskrifaðist árið
1955. Ég held að þeir séu nú flestir
komnir í land þessir skólabræður mín-
ir."
Ert þú á leið í land?
„Ég er alltaf á leiðinni. Alltaf að
segja konunni og fjölskyldunni að ég
sé að hætta þessu."
Það hafa alltaffarið sögur afnœst-
um yfimáttúrulegum hœfúeikum feng-
sœlla skiþstjóra til þess að finna á sér
afla. Ert þú gœddur einhverjum slíkum
eiginleikum?
„Nei, ég nota engin sérstök skilning-
arvit til þess að finna síld en mig
dreymir oft fyrir fiskiríi og svona fyrir
gangi mála. Stundum veit ég að það á
eftir að ganga vel en ég veit ekkert
hvert ég á að sigla eða slíkt."
Hæstu meðailaunin
Sú Húnaröst sem Hákon stýrir og á
reyndar stóran hlut í er smíðuð í Dan-
mörku 1968 en hefur verið breytt tals-
vert í gegnum árin. Hákon og félagi
hans, Björgvin Jónsson, fymim alþingis-
maður og kaupfélagsstjóri með meiru, oft
kenndur við Gletting í Þorlákshöfn, hafa
átt skipið í bráðum 20 ár og þó fleytan
sé góð og happascel er freistandi að láta
sig dreyma um nýtt skip. Útgerðin geng-
ur þokkalega og í tímaritinu Frjálsri
verslun var Húnaröst hf. talin greiða
hœst meðallaun íslenskra fyrirtœkja eða
ríimar 6,2 milljónir á hvert ársverk.
„Ég hef svo sem ekkert verið að
þræta en veit ekkert hvernig þetta var
reiknað út, en það gekk ágætlega og
við höfum getað borgað niður skuldir
okkar eftir siðustu breytingar á skipinu
sem gerðar voru í Póllandi."
Hákon segir að útgerð Húnarastar
hafi verið sátt við sinn hlut þegar
kvótakerfð var sett á.
„Við fórum alltaf á netaveiðar í lok
loðnunnar og rerum frá Þorlákshöfn
og sóttum okkar hlut af hefðbundnum
vertíðarafla. Svo var ávallt farið á troll-
veiðar á sumrin. Það tíðkaðist hér áður
á góðum loðnuárum að binda skipin
viö bryggju eftir vertíðina og taka frí
fram á sumarið. Þessi mikla sókn kom
okkur til góða þegar kvótakerfið var
sett á því þá fengum við góðan þorsk-
kvóta. Við vorum með næststærstan
þorskkvóta af loðnuskipum. Við höf-
um svo alltaf veitt hann í troll á sumr-
in þangað til á þessu ári að við létum
hann í skiptum fyrir síldarkvóta enda
bolfiskkvótinn orðinn mjög lítill.
Við gerðum auk þess tilraun til
rækjuveiða eitt árið en það kom í ljós
að skipið hafði ekki nægan togkraft í
það."
6 ÆGIR JANÚAR 1995