Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1995, Qupperneq 8

Ægir - 01.01.1995, Qupperneq 8
Hver er maðurinn? Hákon Gunnar Magnússon fæddist 18. febrúar 1933 á Kleifum í Kaldbaksvík á Ströndum. Hann er sonur Magnúsar Magnússonar frá Kleifum í Kaldbaksvík og Guðbjargar Guðmundsdóttur frá Kolbeinsvík en Kol- beinsvík er næsti bær við Kaldbaksvík. Hér eru grón- ar ættir Strandamanna á ferð og hægt að iesa nánar um þær í Pálsætt sem kom út fyrir nokkrum árum. Hákon er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elín íris Jónsdóttir f. 16.7.1937, d. 8.9. 1962 af slysförum á Skagaströnd. Seinni kona hans er Þorgerður Rósa Sigurðardóttir. Hákon á fjórar dætur og einn son. Börnin heita: Margrét, Guðbjörg, Hákon, Kristín Rós og Hulda Rós. Stjúpdóttir Hákons er Hrafnhildur Valbjörnsdóttir. Ekki hægt að smíða nýtt skip Hver er reynsla ykkar af skiptum við skipasmíðastöðvar hérlendis og erlendis? „Eftir fyrstu atrennuna sem var gerð hér í Skipasmíðastöð Njarðvíkur sáum við að það gekk ekki nógu vel og höfum látið vinna við skipið erlendis síðan. Húnaröstinni hefur verið breytt í Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi. Mesti munurinn er tíminn sem verkið tekur og hann er dýrmætastur. Það er í sjálfu sér að öðru leyti ekkert verra að skipta við íslenskar stöðvar en erlendar. í Þýskalandi ríkir skipulagið ofar öllu og Pólverjarnir voru svo óskaplega margir því vinnuaflið er svo ódýrt. Þegar við vorum í Pól- landi voru járniðnaðarmenn með 14-15 þúsund íslenskar krónur á mánuði." En œtlið þið ekki að fara að smíða nýja Húnaröst? „Það er ekki hægt. Við höfum velt þessu fyrir okkur og þegar verið var að smíða Hákon ÞH og Helgu í Noregi um 1987 var í sjálfu sér gott tækifæri til þess að endurnýja. Þá hefðu íslendingar átt að grípa tækifærið og semja um smíði á 10-12 slíkum skipum. En nú er þetta ekki hægt. Gott nótaskip kostar nú með öllum búnaði ekki minna en 600- 700 milljónir. Þá er ég að miða við skip sem bæri 1000-1200 tonn og væri með sjókælitönkum og slíku. Miðað við tekjur nótaveiðiskipa í dag er enginn grundvöllur fyrir slíku því helst þarf slíkt skip að fiska fyrir jafnvirði skipsins fyrstu árin. Þessi floti minnkar þess vegna hægt og rólega. Með þess- um flota er algjörlega vonlaust að ná þeim loðnukvóta sem má veiða, t.d. eins og staðan er núna." Til sjós frá blautu barnsbeini Hver kenndi þér að veiða síld? „Ég fór fyrst til sjós með frænda mínum frá Drangsnesi þegar ég var 12 ára gamall. 15 ára gamall fór ég að heiman til að vinna fyrir mér og var fyrst háseti á Ægi, 24 tonna bát sem lagði upp á Kaldrananesi í Bjarnarfirði á Ströndum þar sem reynt var að koma upp fiskvinnslu. Ég var á síldveiðum fyrst á Frigg frá Skagaströnd og síðar á Marsinum frá Reykja- vík. Maður lærir þessi vinnubrögð og handtök af því að vera við þetta og fylgjast með hvemig menn standa að þessu. En svo verður maður bara að læra af sjálfum sér." Akvaðstu snemma að verða sjómaður? „Upphaflega ætlaði ég reyndar að verða togaraskipstjóri en þegar ég hugsa til baka þá undrast ég það í rauninni hvað ég hélt þessu til streitu því fyrsta veturinn minn til sjós á mótorbát var ég hroðalega sjóveikur og kom alltaf með bitakassann ósnertan í land. Eg var um borð í togara sem var eitt ár gerður út frá Skagaströnd og hét Höfðaborg, áður Belgaum. Þar var ég svo sjóveikur að ég efast um að maður hefði reynt að kalla á hjálp þó maður hefði flotið út fyrir. En ég fór þetta á þvermóðskunni og var orðinn bátsmað- ur á togurum þegar ég fór í Stýrimannaskólann. En þetta breyttist allt og ég varð aldrei togaraskipstjóri. Ég var á Gylli frá Flateyri undir stjórn Jóhanns Péturssonar frá Patreks- firði. Hann var minn lærifaðir og góður vinur að mörgu leyti og hafði mikil áhrif á mig. Hann var mikill sjómaður og nákvæmur og kenndi mér afskaplega margt. Þetta voru erfiðir tímar fyrir togaraútgerðirnar og fljót- lega varð geysilega erfitt að manna skipin því flestir al- mennilegir sjómenn voru farnir á síld og vertíðarbáta." Margir hafa heyrt sögur um það hvemig menn vom jafhvel sóttir í tugthúsið ofurölvi og „sjanghœjaðir" um borð í togara sem vom á leið í margra vikna langa túra. Tókstu þátt í ein- hverju svoleiðis? „Já, ég man einu sinni eftir því að við fómm upp á Skóla- vörðustíg og sóttum tvo kappa sem lögreglan var dauðfegin að losna við og tókum þá með á Gylli. Þegar þeir rönkuðu við sér vorum við komnir út á Halamið. Annar þeirra varð arfavitlaus og var ekki um borð nema þennan eina túr en hinn var afbragðs sjómaður og var með okkur lengi eftir þetta. Þetta var gert." Jakob er mikilhæfur maður Loðnuveiðin brást að meira og minna leyti í sumar og mik- il óvissa er um áframhaidandi veiðar vegna slakrar útkomu úr mœlingaleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem sýndi 8 ÆGIR JANÚAR 1995

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.