Ægir - 01.01.1995, Blaðsíða 9
Hákon í brúarglugga á Húnaröstinni.
hrygningarstofn loðnunnar talsvert minni en
áður var œtlað. Hins vegar er síldarstofhinn
sterkur. Hvernig finnst nótamönnum fiski-
frœðingar hafa staðið sig í því að vemda síld-
ina og loðnuna?
„Ég var einn þeirra sem tók þátt í því að
reyna að drepa síðustu síldarnar 1968. Þá
vorum við meðal annars að veiða hana
hrognafulla hérna í Flóanum og ég held að
við höfum allir verib fegnir þegar veiðarnar
voru bannaðar. Það var ekki orðið neitt vit í
þessu.
Ég tel að menn séu almennt ánægðir með
það hvernig fiskifræðingum hefur tekist að
rækta upp síldarstofninn. Jakob Jakobsson er
mikilhæfur maður að mínu áliti."
En eru nótaskipstjórar eins ánœgðir með
loðnuspár Hafrannsóknastofnunar og horf-
umar í þeirn veiðum?
„Loðnan er náttúrulega sérstakur fiskur
og getur verið erfitt að átta sig á henni. Hún
getur verið svo dreifð að enginn finnur neitt
þó svæðið sé grandskoðað. Svo eftir nokkra
klukkutíma hleypur hún saman og verður
veibanleg. í fyrrasumar eltum vib hana langt
noröur og veiddum vel en í sumar hagaði
hún sér allt öbruvísi og dreifðist fyrir norðan
í hlýja sjónum og virtist jafnvel veiðast upp
á einstökum svæðum. Við erum með 8500
tonn eftir sumarið og erum með þeim
hæstu. Við vorum heppnir að vera á réttum
slóðum þegar loðnan gaf sig og vorum fyrst-
ir til þess að fá afla. Það voru sárabætur fyrir
ab við vorum svo seinir af stað að við misst-
um af veiðinni í Síldarsmugunni.
í Grænlandssundinu áttu skilyrði að vera
góð fyrir loðnuna en þar voru aöstæður ein-
kennilegar og erfiðar, mikill gróbur í sjónum
og gífurlegur straumur og það lentu margir í
bölvuðu havaríi.
Það var geysilega stór floti sem var á mið-
unum eftir að Norðmenn komu líka til veið-
anna. Okkur sýndist að veiðin væri oft betri þegar færri skip voru á slóð-
inni."
Hvar er loðnan?
Ertu þá bjartsýnn á komandi vetrarvertíð. Heldur þú að loðnan sé þama
einhvers staðar?
„Auövitað kemur hún greyiö, það er þá eitthvað mikið að ef hún hættir
við hrygna. Á síðustu vetrarvertíð lönduðum við 17.700 tonnum frá 18.
janúar til 10. apríl.
Menn fara fljótlega að gá að henni þegar líður á mánuðinn því flotinn
hefur ekkert að gera. Verksmiðjurnar hafa stundum styrkt skipin til leitar á
þessum tíma. Það er ekki nógu mikið fylgst með loðnunni. Mér finnst að
það mætti kannski líka gera það með minni og ódýrari skipum en þessum
rannsóknaskipum."
Er auðvelt að ná sér í aukinn loðnukvóta?
„Það hefur verið kvóti af nokkrum skipum í umferð, bæði seldur og
leigður. Þetta er kvóti af skipum sem hafa verið seld eða hætt veiðum.
Þetta er dýrt spaug en við sem gerum út Húnaröstina höfum sett allan af-
gang í þab að kaupa kvóta undanfarin ár."
BOSCH
ÞEGAR MEST Á REYNIR
DIESELVERKSTÆÐI
VARAHLUTAÞJÓNUSTA
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF
LÁGMÚLA 9 • SÍMI: 553 8825
ÆGIR JANÚAR 1995 9