Ægir - 01.01.1995, Síða 13
DESEMBER
bannið til þess að klekkja á Is-
lendingum.
■H I ljós kemur að loðnustofn-
Ím inn mælist mun minni en
ráð hafði verið fyrir gert. Framtíð
loðnuveiða og aflaheimildir eru í
algjörri óvissu vegna þessa.
PPI Haraldur Böbvarsson hf. á
■fifl Akranesi kynnir nýja
vinnslulínu frá Marel sem sett
verður upp þar til fullvinnslu á
fiski á neytendapakkningar.
Skurðarvélin frá Marel er sú fyrsta
sinnar tegundar sem sett er upp.
M Hart er tekist á um fmm-
■■■ varp á Alþingi þar sem m.a.
er gert ráð fyrir því ab leyfilegt sé
að veðsetja kvóta. Þorsteinn Páls-
son segir þetta sjálfsagt og eðlilegt
en Sighvatur Björgvinsson mót-
mælir harðlega og vísar til ákvæða
kvótalaga um að fiskimiöin séu
eign þjóöarinnar.
■Pl Fjögur fyrirtæki á ísafirði,
■■■ Gunnvör hf., íshúsfélag ís-
firðinga hf., Togaraútgerð ísa-
fjarðar hf. og Ritur hf., stofna
saman hlutafélag með heimili á
Fáskrúðsfirði sem hefur keypt
rækjutogarann Klöm Sveinsdótt-
ur SU. Með skipinu fylgir 1400
tonna úthafsrækjukvóti sem er
meb því mesta sem eitt skip ræð-
ur yfir. Við þessi kaup eykst
rækjukvóti Vestfirðinga um næst-
um þriðjung.
M Sveinn Ingólfsson, fram-
fciáfl kvæmdastjóri Skagstrend-
ings á Skagaströnd, tekur sér árs-
leyfi frá störfum og segist vilja fá
nýtt blób inn í fyrirtækið.
PPfl Haukafell SF selt til Noregs
■fifl fyrir 99 milljónir króna en
Ásgeir Guömundssson SF seldur
til Raufarhafnar.
M Gengið frá sölu á Sigurborg
■fll VE frá Vestmannaeyjum til
Hvammstanga. Með skipinu
fylgja allar veiðiheimildir, um 600
þorskígildistonn og 134 tonna út-
hafsrækjukvóti.
SJAVARSIÐAN
MAÐUR MÁNAÐARINS
Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum, er maður desembermánaðar. Hann hefur stýrt fyrirtæki sínu af mikilli ein-
urb og ekki hikað við að fara ótroðnar slóðir á marga lund. Sighvatur var í frétt-
um í desember þegar hann kærbi stjórn Verðbréfaþings til bankaeftirlits vegna
tregðu á því að taka hlutabréf í Vinnslustöðinni í sölu. Sighvatur var einnig val-
inn maður ársins 1994 af tímaritinu Frjálsri verslun.
Sighvatur Bjarnason fæddist 4. janúar 1962. Hann er sonur Bjarna Sighvatsson-
ar útvegsbónda í Eyjum og Dóru Guðlaugsdóttur, í miðjum hópi fimm systkina.
Sighvatur er kvæntur Ragnhildi Gottskálksdóttur.
Sighvatur varb stúdent úr Verslunarskólanum,
hóf nám í viðskiptafræði við HÍ en lauk námi í
þeirri grein sem rekstrarhagfræðingur frá háskólan-
um í Árósum. Sighvatur starfaði hjá SÍF frá 1988 til
1991, fyrst í afskipunum en síðar sem yfirmaður
Nord-Morue, sölu- og vinnslufyrirtækis SÍF í Frakk-
landi, sem var ab hluta hans hugmynd.
Sighvatur tók vib rekstri Vinnslustöövarinnar
1992 og hefur oft verið í sviðsljósinu síðan. Fyrst
vegna deilna við forystu LÍÚ um veiðigjald sem
hann hefur lýst sig hlynntan en síðan í sumar þegar nýir hluthafar eignuðust
hlut í Vinnslustöðinni og sala afurðanna fluttist frá Sölumibstöð hraðfrystihús-
anna til íslenskra sjávarafurða.
„Það sem verður nýtt í rekstrinum á nýju ári er aukin veiði og vinnsla á út-
hafskarfa," sagði Sighvatur í samtali við Ægi um horfurnar í rekstrinum á nýja ár-
inu. „Auk þess ætlum vib að reka fyrirtækið meb þokkalegum hagnaöi."
Er reksturinn kominn á sléttan sjó á nýju ári?
„Þaö er erfitt að sjá fyrir utanaðkomandi áhrif sem geta verið margvísleg en ef
ekkert óvænt kemur upp á tel ég að rekstur Vinnslustöðvarinnar sé kominn fyrir
vindinn."
ORÐ í HITA LEIKSINS
„Nú orbið nenni ég ekki að rífa mig upp til þessa ab eiga það á hættu að sjá góð-
an fisk fara fyrir lítið." Arinbjörn Sigurðsson skipstjóri á Engey í Fiskifréttum 9.
des. um hnignun fiskmarkaða í Bremerhaven.
„Mér virðist sem útgerð og vinnsla séU á góðri leið með að eyðileggja frjálst fisk-
verð með því ab misnota aðstöðu sína þar sem útgerb og vinnsla er á sömu
hendi." Hrafnkeli. A. Jónsson formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði í
Mbl. 28. des. en á Eskifirði er hart deilt um fiskverð til sjómanna.
„Það endar með því að það þarf að veita Austfirðingum sérstaka aðstoð vegna á-
falla sem þeir verða fyrir þegar Vestfirðingar nota Vestfjarðaaðstoðina til þess að
kaupa frá okkur skipin." EirÍkur Stefánsson verkalýðsformaður á Fáskrúðsfirði
er reiður vegna kaupa vestfirskra fyrirtækja á Klöru Sveinsdóttur.
„Ef enn eru hins vegar ráðandi þau viðhorf að sjálfsagt sé að ganga á réttindi sjó-
manna, m.a. með kvótabraski eða fölsku fiskverði, verður þessari deilu varla lokið
með sáttargjörð." Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands í áramótaávarpi sínu í sjómannablaöinu Víkingi.
ÆGIR JANÚAR 1995 13