Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1995, Side 14

Ægir - 01.01.1995, Side 14
 Sigurður Ingvarsson formaður Alþýbusambands Austurlands: / I rauninni tómt mál að tala um frjálsa samninga Sigurbur Ingvarsson frá Eskifirbi hefur veriö forseti Alþýbusambands Austurlands frá 1988. Samningar sjómanna og landverkafólks eru lausir og ljóst aft hart verbur tekist á í komandi kjaravibræbum. Sjómenn á Austurlandi felldu samningana í atkvæbagreibslu. Þar eins og víba var mjög lítil þátttaka í atkvæba- greibslunni, eba 8-10%. Er verjandi ab láta svo fáa taka afstöbu fyrir svo marga? „Já, þab er verjandi því meb þessu eru í raun allir ab taka afstööu," segir Sigurbur í samtali vib Ægi. „Ef vib erum á annað borð sáttir við lýðræðið þá erum við sáttir við þetta. Þab eru engin ákvæði um lágmarksþátttöku í atkvæöagreiðslu eins og þessari." Hvað var það einkum í téðum samn- ingum sem gerði að verkum að sjómenn felldu þá? „Samningurinn snerist mikib til um tíu nýjar veiðigreinar, s.s. frystingu á bátum, saltfiskvinnslu, rækjuveiðar meö tveimur trollum og fleiri greinar sem varða austfirska sjómenn lítið eins og er. Yfirmenn iögöust harkalega gegn þessum samningum og það hafði sín áhrif." ; Lykilatriði að taka á kvótasvindli 1 Er ekki erfitt fyrir sjómenn að vera I aftur með lausa samninga í Ijósi þess | sem á undan er getigið þegar lögbann var sett á sjómannaverkfall á síðasta ári? „Þab er bæbi gott og vont. Þab er gott vegna þess ab beðið er eftir niður- stöðum nefndar sem átti ab fjalla um kvótasvindlið. Menn óttast að hún muni ekki valda hlutverki sínu og þá er gott að hafa verkfallsvopnið tilbúið. Það að taka á þessu kvótasvindli, sem snýst um þátttöku sjómanna í kvótakaupum, er lykilatriði í þessum málum." Hvernig þarf að ganga frá þessum málum svo sjómenn telji viðunandi? „Það hefur um árabil verið krafa sjó- manna ab allur fiskur fari á markab. Við teljum að það myndi sjálfkrafa út- rýma þessu svindli." Allur fiskur á markað Á Austfjörðum er starfrœktur Fisk- markaður Hornafjarðar með útibú á Fáskrúðsfnði og Neskaupstað en Sig- urður segir að langstcersta hluta afla sem landað er á Austfjörðum sé landað í föstum viðskiptum og fari ekki á markað. I langflestum tilvikum séu út- gerðarmenn þannig að semja við sjálfa sig um fiskverðið en Sigurður bendir á að í 85% tilvika séu eignaraðilar þeir sömu. Nú tíðkast í fóstum viðskiptum að miða einhvern hluta aflans, 15-20%, við markaðsverð og Sigurði finnst eðli- legt að það hlutfall hœkki eða fisk- markaðir verði efldir. „í framkvæmd er það því þannig að sjómenn búa vib mjög mismunandi kjör og langflestir þeirra mega þola að vera í föstum viðskiptum. Þetta skiptist líka eftir landshlutum því á lands- byggðinni fer minni hluti aflans á markað en á suövesturhorninu. Það sem mest brennur á sjómönn- um er samdrátturinn sem orðiö hefur. Það er ekkert oröið upp úr því að hafa að vera á ísfisktogurum sem eru í föst- um viðskiptum og selja ekkert á mark- að. Ef ekki væri atvinnuleysi í landi þá myndi vera erfitt ab manna skipin en 14 ÆGIR JANÚAR 1995

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.