Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1995, Side 15

Ægir - 01.01.1995, Side 15
menn fara auðvitað í illa launað skips- rúm frekar en ekkert." Alræöisvald á hentifánaskipum Þau kjör sem sjómenn á hentifána- skipum búa við hafa veríð nokkuð í um- rœðunni. Verður það mái uppi á borð- inu í samningaviðrœðum? „Sennilega ekki með beinum hætti en Sjómannasambandið mun beita sér í því máli sérstaklega. Það er auðvitað algjörlega óþolandi að skip sem eru gerð út héðan bjóði mönnum þau kjör sem þar tíðkast. Ég hef séð þessi plögg sem menn skrifa undir og þetta er fyrir neðan allar hellur. Menn gangast und- ir alræðisvald skipstjóra og útgerðar sem mega láta þá vinna hvað sem er. Veikinda- og slysaréttur er skertur og hægt að taka öll réttindi af mönnum eftir geðþótta því menn eru ráðnir til einnar veiðiferðar í senn." Með auknum úthafsveiðum hefur álag sem fylgir löngum útivistum verið til umrœðu. Hvernig er hœgt að rnœta þeim vanda? „í þeim samningi sem felldur var voru ákvæði um lengra hafnarfrí á frystiskipum. Þetta er þekkt vandamál og allir hafa heyrt ýmsar ófagrar sögur. Þessu er helst að mæta með betri að- búnaði um borð og svo þurfa tekjurnar að vera þannig að menn geti tekið sér frí reglulega. Á mörgum þeirra skipa sem reyndu við Smuguveiðar var aðbúnaður ekki fullnægjandi. Þá á ég við eldri ísfisk- togara og hentifánaskipin." Fara sjómenn í annað verkfall á þessu ári? „Mér finnst erfitt að spá en ég held ab þeir geri það til að ná fram samn- ingum. Mér finnst ótrúlegt að nýir samningar takist án verkfalla." Á þessum launum lifir enginn Ef við snúum okkur að landverka- fóiki, sem einnig hefur lausa samninga, hvað vill það fá út úr samningaviðrœð- um? „Þab vill fyrst og fremst geta fram- fleytt sér en nú getur stór hluti þess það alls ekki. Veruleiki þess sem vinn- ur 40 tíma á viku í frystihúsi er sá að fá 70-75 þúsund krónur í laun. Nokkuð stór hluti þess er afkastatengd premía. Taxtalaunin eru innan við 50 þúsund krónur. Það sjá það allir að á þessum launum lifir enginn, allra síst barna- fólk. Hæstu taxtar Verkamannasam- bandsins eru um 60 þúsund krónur á mánuði en algengir taxtar eru undir 45 þúsund krónum á mánuöi." Hvemig œtla menn að ná fram bót- um á þessu? „Mér sýnist menn ekki vera alveg sammála um það í þjóðfélaginu. Lægstu taxtar eru svo lágir að þeir verba ekki bættir í einu vetfangi þannig að menn geti lifað á þeim. Þess vegna verða að koma til aörar aðgerðir til hjálpar þeim sem lægst hafa launin. Að mínu viti snúa kjarasamningar fyrst og fremst að stjórnvöldum. Frá 1988 hefur orðið 20% kaupmáttarrýrn- un hjá félögum innan ASÍ. Þar af eru 14% tilkomin vegna aðgerða stjórn- valda í formi aukinna skatta og ýmissa álaga. Þannig er skerðingin að tveimur þribju vegna aðgerða stjórnvalda og okkur finnst eðlilegt að verkafólk fái eitthvaö af þessari skerðingu til baka." Tuttugu og fimm þúsund prósent Nú eru kröfurnar um hœkkun lœgstu launa gamalkunnur söngur sem virðist ekki hafa borið ýkja mikinn árangur. Er meira svigrúm til slíkra hœkkana nú en áður? „Ég hef skoðað þetta dálítið og sýn- ist að frá því um 1973 hafi laun verka- VIÐ LATUM HJ0LIN SNUAST LEIÐANDI VELAVERSLUN I MEIRA EN 80 AR Suðurlandsbraut 10, 108 - Reykjavík Sími: 568 6499 / Fax: 568 0539 ÆGIR JANÚAR 1995 15

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.