Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1995, Side 19

Ægir - 01.01.1995, Side 19
Haraldur Böðvarsson, eða HB, er stærsti vinnuveitandi á Akranesi. Samkvæmt árlegri úttekt Frjálsrar verslunar voru unnln 300 ársverk hjá fyrirtækinu 1993 og greidd meðallaun voru 2397 þúsund. Fyrirtækið var í 50. sæti á lista yfir stærstu fyrirtæki landsins en taldist það sjötta stærsta í fiskvinnslu og útgerð. HB velti 2319 milljónum árið 1993 en aðeins 9 fyrirtæki í fiskvinnslu og útgerð velta meira en 2 milljörðum samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Alls greiddi HB 719 milljónir í laun árið 1993. Hrein eign fyrirtækisins var 2794 milljónir en heildarskuldir 2330 milljónir, þar af skammtímaskuld- ir 540 milljónir. Eigið fé var 464.7 milljónir. Árið 1993 var tap á rekstri HB sem nam 42,7 milljónum og hafði minnk- að úr 90 milljónum milli ára. Veltufjárhlutfall var um 1,0 en eiginfjárstaða um 17%. Reksturinn hefur því verið með halla en í umræddri úttekt Frjálsrar verslunar má sjá ýmis skýr batamerki. Þeirra skýrast er átta mán- aða milliuppgjör HB fyrir fyrrihluta árs 1994 sem sýnir 81 milljóna hagnað. tengjast smápökkunum sérstaklega. Við reiknum með að auka karfavinnslu okkar og í athugun er að setja upp gömlu línuna í eldra húsi fyrirtækisins og vinna þar úthafskarfa og við reikn- um með talsvert auknu framboði af honum." Hráefnisöfluri Haralds Böðvarssonar hf. er nœr eingöngu af eigin skipum. Fyrirtœkið gerir út tvo ísfisktogara, Har- ald og Sturlaug Böðvarssyni, og frysti- togarann Höfnmg III. Auk þess á fyrir- tœkið og gerir út loðnuskipin Víking AK og Höfrung AK. Samtals er kvóti skip- aima í þorskígildum nú rúm 10.319 tonn en að auki hefur talsvert verið sótt í úthafskarfann á Reykjaneshrygg sem er utan kvóta. Fyrirtcekið rekur, auk frystihússins sem vegur þyngst í vinnslunni, fisk- mjölsverksmiðju og saltfiskverkun og hefur saltað síld í áratugi. „Við höfum þurft aö þola kvóta- skerðingu eins og aðrir og það var ekki um annað að ræða en að fækka skip- unum. Það var ekki annarra kosta völ." Sameinað og hagrætt Árið 1991 voru fjögur rótgróin fyrir- tceki á Akranesi sameinuð í eitt undir nafni Haralds Böðvarssonar hf. sem er elsta starfandi útgerðarfyrirtœki lands- ins. Þetta voru auk HB og Co, Sigurður hf., Heimaskagi hf., stofhað 1942, og Síldar- og fiskmjöisverksmiðja Akra- ness, stofnuð 1937. Krossvík AK, Rauðsey AK, Skarðsvík AK og Skipa- skagi AK voru öll seld. í framhaldi af því bœttist frystiskipið Höfrungur III I flota fyrirtœkisins en hann var með afahœstu skipum fotans 1994 með afa upp á 560 milljónir. Tvö frystihús voru gerð að einu, tvö vélaverkstœði voru sameinuð og tvœr skrifstofur og húsnceðinu fengið annað hlutverk eða það selt. „Þetta er svokölluð hagræðing nú til dags," segir Haraldur. „Þróunin til sjós og lands er ör og þarf mikla fjármuni til að fylgja henni eftir. Þær breytingar sem gerðar voru á rekstri fyrirtækisins í tengslum við sameininguna þegar fyrirtækið fór á al- mennan hlutafjármarkað hafa gert okkur kleift að fylgjast með þróuninni áfram. Skipin okkar eru ekki með nógan kvóta en við höfum sótt í úthafskarf- ann, bæði í vinnslu á sjó og landi, og náðum þannig í 4500 tonn utan kvóta. Við höfum hins vegar ekki sótt neinn aukakvóta í Smuguna í Barents- hafi eins og margir aðrir. Eitt skipa okkar fór þó einn túr í fyrra og annan á þessu ári en það gaf lítið. Þetta fyrirtæki hefur í 88 ár byggt á þeirra stefnu að hafa ekki öll eggin í sömu körfu heldur hefur það reynt að dreifa áhættunni. Það er nauðsynlegt að treysta landvinnsluna í sessi. Vinnsluskip hafa gefið vel af sér og því höfum við tekið þátt í því líka. Þetta samspil land- og sjóvinnslu hefur gef- ist vel og með þessari nýju línu okkar erum við að undirbúa að geta tekið við afla frystiskipanna og unnið frekar í landi afla frá þeim." Má ekki lækka gjöldin? „Viö heyrum stundum stjórnmála- menn tala um að banna frystiskip og óskapast yfir fjölda þeirra án þess hugsa um hvers vegna þau eru tilkom- in. Það er því miður ólíku saman að jafna. Nýting fjárfestingarinnar úti á sjó er allan sólarhringinn alla daga vik- unnar en landfrysting er nýtt 10 tíma á dag 5 daga vikunnar. Haraldur Böðvarsson hf.: Hvernig er staðan? ÆGIR JANÚAR 1995 19

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.