Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1995, Side 20

Ægir - 01.01.1995, Side 20
Haraldur ásamt nokkrum starfsstúlkum í fiskvinnslunni. HB hefur verið stærsti vinnuveitandi á Akranesi áratugum saman. Við samruna fyrirtækjanna fékk hver starfsmaður hlutabréf að upphæð 2000 krónur. Haraldur ásamt Jóni Ellert Guðnasyni verkstjóra í vinnslusal. Þab hefur mjög verið að færast í vöxt að sveitarfélög hafa neyðst til að borga með landvinnslunni. Til þess að snúa þessari þróun við og efla landvinnsluna er spurning hvort ekki sé oröið tímabært ab lækka t.d. fasteignagjöld, hafnar- gjöld, rafmagn, afuröalánaskatta og tryggingagjöld. Þessir peningar fara hvort sem er að hluta til að greiða meb land- vinnslu þar sem sveitarfélög eru víða orðin þátttakendur í þeim rekstri. Þetta skekkir samkeppnisaðstöðu í landi og verður ef til vill til þess að ýta undir frekari sjóvinnslu. Þá er þetta orðinn vítahringur sem ekki breytist fyrr en stjórn- málamenn í sveitarstjórnum og á Alþingi fara að hugsa öðruvísi. Tekjur af rafmagni hafa verið notaöar í hlutafjár- aukningu sem skekkir samkeppnisaðstöðu fyrirtækja. Hafn- argjöld til kaupa á mannvirkjum, t.d. slippum, og trygg- ingagjald eru í mörgum tilvikum notub í ýmis óþarfa verk- efni í nafni atvinnusköpunar." Margt smátt gerir eitt stórt „Það gengur ekki ab hækka álögur á fyrirtækin um brot úr prósenti á hverju ári og halda ab þab sé alltaf svo lítið að það muni ekkert um það. Á tíu árum eru þessi brot orðin að mörgum prósentum. Stjórnmálamenn eru enn að syngja um að fyrirtækin hafi fengið fellt nibur aðstöbugjald fyrir tveim árum og geti þannig tekið á sig meira. Þeir vita kannski ekkert um að stærstur hluti af gamla aðstöðugjald- inu er kominn aftur í stórhækkuðu tryggingagjaldi á laun sem var 2,5% en er nú 3,2%. Ég veit að gjöld eru sjaldan lækkuð heldur hækkuð. Árið 1973 var hagnaður af loðnuveiðum og vinnslu. Þá var settur 10% skattur á afurðir til þess að flytja yfir á aörar greinar sjávarútvegs. Það sama gerðist með skreibina rétt eftir 1980. Þab gekk vel og óðar var settur á 10% skattur til þess að flytja yfir á frystihúsin. Sem betur fer held ég að þessi tími sé liöinn." Haraldur ásamt Gylfa Guöfinnssyni yfirverkstjóra. Hjá Haraldi Böðvarssyni hefur verið lögð vaxandi áhersla á fullvinnslu og fyrirtækið annar nú allri þörf Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrir slíkar pakkningar á Evrópumarkaði. Leitað að nýjum atvinnurekendum Ber að skilja þetta sem gagnrýni á núverandi ríkisstjóm? „Þetta á ekkert við þessa ríkisstjórn frekar en abrar. Það hefur náðst ákveðinn stöðugleiki og ég er ánægður með það. Ef ég lít tíu aftur í tímann sé ég ótrúlegar breytingar í kringum mig. Duglegir útgerðar- og fiskvinnslumenn sem ráku nokkur gób fyrirtæki hafa orðið að hætta vegna erfiðr- ar afkomu, koma slyppir og snaubir út úr fyrirtækjarekstri og prísa sig sæla að fá einhverja atvinnu. Við sjáum hvab fátt ungt fólk lætur sig dreyma um eigin rekstur í dag. Samt er alltaf verið að halda einhver námskeið á vegum sveitarfé- laga um allt land um rekstur fyrirtækja. Það er verið að leita aö nýjum atvinnurekendum." Aldrei þegið af sveit Haraldur Böðvarsson hf. hefur verið einn stœrsti vinnu- veitandi á Akranesi áratugum saman. Fyrirtœkið hefur aldrei fengið bcejarábyrgð eða slíka fyrírgreiðslu og telur Haraldur Sturlaugsson það mjög mikilvœgt. 20 ÆGIR JANÚAR 1995

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.