Ægir - 01.01.1995, Qupperneq 24
Skiparadíó:
Nýr höfiiðlínusónar
Skiparadíó hefur sett á markaðinn
nýja gerð af höfuðlínusónar frá
Wesmar. Segja má að hér sé um bylt-
ingu að ræða svo miklar framfarir
hafa orðið í gerð þessa tækis.
„Með þessu tæki er hægt að fylgjast
með opnuninni á trollinu, gá að fiski
sem er framundan, fylgjast með því
hvort fiskur gengur inn í það og það
auðveldar tog á erfiðum botni því þú
getur fylgst með umhverfinu," sagði
Finnur Jónsson framkvæmdastjóri hjá
Skiparadíó í samtali við Ægi.
Höfuðlínusónarinn frá Wesmar tek-
ur þannig eldri tækjum fram því í
þeim er einungis hægt að skoða troll-
opið en geisli þessa sónars getur beinst
í allar áttir allt í kringum tækið. Auk
þess má festa aflanema aftast í trollib
sem senda boð til sónarsins og þau
koma fram á skjánum þannig að skip-
stjórinn getur auðveldlega fylgst með
því hve mikill fiskur er kominn í troll-
ið. Á skjánum má velja um nokkrar
gerðir valmynda og stýra skynjun tæk-
isins. Til dæmis er hægt að hafa tví-
skipta skjámynd og sýnir þá önnur
svæðið framundan trollopinu meðan
hin sýnir opnunina á trollinu sjálfu og
innkomu.
Tækið sýnir fjarlægð höfuðlínu frá
fótreipi og fótreipis frá botni og hægt
er að velja hvaða geirastærð sem er við
skoöun trollops. Það sýnir fisk í
hundruða faðma fjarlægð fyrir framan,
neðan eba ofan og mælir fjarlægðir
milli hlera eba fjarlægb frá lóðningu.
Tækib dregur allt ab 800 metrum út frá
trollinu og virkar á allt að 1500 m dýpi.
Þab er reyndar nokkru meira dýpi en
íslenskir sjómenn fiska að jafnaði á.
Þriðji togvírinn
Höfublínusónarar þurfa gífurlega
orku og enn ab minnsta kosti fer flutn-
ingur orkunnar og upplýsinga fram
urn kapal milli skips og sónars. Kapall-
inn er sérhannaður og þolir 7 tonna
átak svo skipstjórarnir kalla hann í
gamni „þriðja togvírinn".
Tækið sendir auk mynda fjölbreytt-
ar upplýsingar um hitastig, þrýsting og
annab sem að gagni má koma. Hitastig
er mikilvægt því iðulega liggur fiskur á
hitaskilum í sjónum. Þrýstineminn
gefur upplýsingar um dýpið sem höf-
uðlínan er á, miðað við dýpi sjávar.
Segja má að með þessari tæknibylt-
ingu sé búið að færa asdiktækið úr
botni skipsins niður á höfuðlínuna.
Tækið kemur að miklu gagni við allar
gerðir af trollveiðum. Má þá einu gilda
hvort verið er með flottroll eða botn-
troll á hefðbundnum fiskveibum,
rækjuveiðum, síld eða loðnuveiðum í
flotvörpu.
„Þetta tæki er bjartasta von fiski-
mannsins. Það er ekki spurning," segir
Finnur.
Tveir togarar reyna tækið
Skiparadíó fékk umbob fyrir Wes-
mar siglinga- og fiskileitartæki fyrir um
ári og höfuðlínusónarinn, sem kom á
markaðinn fyrir um ári, hefur þegar
verið til reynslu um borð í tveimur
skipum, Má frá Ólafsvík og Breka frá
Vestmannaeyjum. Tækið hefur líkað
mjög vel og skipstjórar verið stórhrifn-
ir.
Skiparadíó er 23 ára gamalt fyrirtæki
sem er til húsa á Fiskislóö 94 í Reykja-
vík og þar vinna nú sex starfsmenn.
Fyrirtækið veitir fullkomna viðgerða-
þjónustu og ræður yfir verkstæði og
þrautþjálfuðum starfsmönnum. Auk
þessa, sem hér er sérstaklega kynnt,
selur Skiparadíó fjarskipta- og siglinga-
tæki frá fjölmörgum framleiðendum
og leggur metnað sinn í ab útvega öll
tæki til fjarskipta, fiskileitar og öryggis.
Höfuðlínusónarinn er í sjálfu sér
fremur nýleg uppfinning þó sónartæk-
ið eða asdikiö hafi verið notað um
borb í fiskiskipum í meira en 30 ár.
Wesmar vann að þróun þessa tiltekna
tækis um árabil og vísindamenn þess
störfuðu í náinni samvinnu vib fiski-
menn frá Noregi, íslandi og Kanada. ö
Finnur Jónsson og Arnar Sigurbjörnsson til vinstri og Vilhjálmur Árnason við
höfuðlínusónar.
24 ÆGIR JANÚAR 1995