Ægir - 01.01.1995, Qupperneq 28
D.E.B. þjónustan:
Meirí orka,
David Butt á Akranesi hefur í þrjú ár
haft umboð fyrir svonefndan Clean-
burn brennsluhvata sem dregur úr
eldsneytiseyðslu um 5%, dregur úr sót-
myndun um 50% og eykur orku vélar
um 4,5%. Þessar tölur þýða að olíu-
kostnaður skuttogara með slíkan bún-
að minnkar um milljón á ári og heild-
arsparnaður þjóðarinnar næmi 350
milljónum árlega væru þessi tæki urn
borð í öllum skipum. Búnaðurinn er
einnig seldur í bifreiðar og hverskyns
ökutæki sem brenna olíu eða bensíni
og samanburðarrannsókn gerð á
tveimur lyfturum hjá Eimskip í Sunda-
höfn á tíu mánaða tímabili sýndi
18,6% minni olíueyðslu þess lyftara
sem var með Cleanburn. Sparnaður í
krónum talið var tæplega 85 þúsund
krónur.
Uppröðun sameinda
auðveldar bruna
Freistandi væri að halda að Islend-
ingar hefðu tekið þessum búnaði opn-
um örmum og nýtt sér þannig tæki-
færi til sparnaðar og umhverfisvernd-
ar. En vantrú manna er mikil og hægt
hefur gengið að sýna íslenskum vél-
stjórum fram á að kosti Cleanburn.
Cleanburn brennsluhvatinn er settur
inn á eldsneytislögnina sem allra
næsta eldsneytiskerfinu. Búnaðurinn
er byggður upp af hólkum með kúlum
úr tin- og málmblöndu og segulmögn-
uðum járnum. í sameiningu hefur
þetta áhrif á uppröðun sameindanna í
eldsneytinu og auðveldar bruna. Glæ-
nýjar bandarískar rannsóknir sýna að
áhrifin felast í því að fljótbrennanleg
eða óstöðug efni í eldsneytinu nýtast
betur og tregbrennanleg efni einnig.
Þannig breytast eiginleikar eldsneytis-
ins í raun við að fara í gegnum Clean-
burn.
Mýmargar rannsóknir hafa veriö
gerðar á áhrifum þessa búnaðar og ber
allt að sama brunni.
hreinna loft
Málmkúlurnar og seguljárnið eyðast
með tímanum við aö eldsneyti streym-
ir gegnum hólkana. Endingartíminn er
10.000-12.000 tímar eða fast að
tveggja ára keyrslutíma skuttogara.
Tímamótaprófun
í 2. tbl. Ægis 1994 var birt skýrsla
tæknideildar Fiskifélags íslands um
Cleanburn sem staðfesti 5% eldsneyt-
issparnað auk minni sótmyndunar og
aukinnar orku. Niðurstöður þessar
fengust með samanburðarmælingum á
stórri hjálparvél í Snorra Sturlusyni RE
David Butt.
í samvinnu tæknideildarinnar með
Granda hf. og Vélskóla íslands. í ljós
kom lægri afgashiti og þannig bætt
orkunýting og því fylgja ýmis jákvæð
áhrif á viðhald og rekstur vélar.
„Þessi skýrsla var ákaflega mikilvæg
því þetta var í fyrsta sinn sem opinber
stofnun rannsakaði þennan búnað. Ég
sendi skýrsluna til Bretlands og hún
vakti mikla athygli og í framhaldinu
jókst salan í Englandi, Noregi og víðar.
Þessi skýrsla varð einnig hvati frekari
rannsókna," sagði David Butt í samtali
við Ægi.
David vildi sérstaklega vekja athygli
á Cleanburn búnaðinum sem meng-
unarvörn. Hann sýndi Ægi tölur frá
Lloyds Register sem sýna áætlaða
mengun frá íslenska fiskiskipaflotan-
um miðað við olíueyðslu. Þar er áætl-
uð köfnunarefnismengun 13.000 tonn
á ári, óbrennt eldsneyti 850 tonn og
koltvísýringsmengun (C02) 812.500
tonn árlega. Fiskiskipaflotinn á íslandi
notar árlega 250 þúsund af olíu og
notar margfalt meira en t.d. bílafloti
landsmanna.
„Samkvæmt rannsóknum sem gerð-
ar hafa verið, t.d. í Vélskóla íslands, er
hægt að minnka köfnunarefnismeng-
un um allt að 40% með Cleanburn.
Það dregur úr koltvísýringsmengun
með bættri orkunotkun."
Augljós sparnaður
Cleanburn búnaðurinn kostar frá
150 þúsund krónum fyrir meðalstóran
skuttogara með 2.500 ha. vél svo
sparnaðurinn fyrir útgerðarfyrirtæki er
augljós. Búnaðurinn er þegar kominn
um borð í 40 skip í íslenska flotanum
og meðal viðskiptavina D.E.B. eru fyr-
irtæki eins og HB & Co á Akranesi,
Grandi hf. og Eimskip en búnaðurinn
er í flestum skipum þeirra og er notað-
ur hjá véladeild Eimskips.
„Það er eins og það þurfi að sann-
færa hvern einasta vélstjóra persónu-
lega og menn vilji ekki taka mark á
óvilhöllum rannsóknum sem sýna
óyggjandi hag af tækinu," segir David.
Cleanburn búnaðurinn er í eðli sínu
einfaldur og hefur verið þekktur síðan
í seinni heimsstyrjöldinni þegar hann
var notaður í flugvélum. Á tímum
orkusukks og lágs olíuverðs naut hann
ekki vinsælda en nú, á tímum hærra
orkuverðs og sérstaklega í ljósi um-
hverfisverndaráhrifa hans, nýtur hann
vaxandi vinsælda um allan heim. í áð-
urnefndri skýrslu tæknideildar Fiskifé-
lagsins segir m.a.:
„Olíukostnaður íslenska fiskiskipa-
flotans er nálægt 4 milljörðum á ári. Ef
til dæmis 5% olíusparnaður næst með
notkun bætiefna og búnaðar er um
verulegar upphæðir að ræða ... Þá hlýt-
ur þaö aö vera keppikefli sérhverrar
þjóðar að draga sem mest úr mengun-
aráhrifum nú á tímum vaxandi tillits
til umhverfissjónarmiða." ö
28 ÆGIR JANÚAR 1995