Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 8
Erfiðir tímar hjá Skotum Mörgum aðildarþjóöum ESB hefur gengib illa að laga sig að hinni sam- eiginlegu fiskiveiðistefnu bandalags- ins. Illa hefur gengib að fylgja eftir áætlunum um niðurskurð á fiskveiði- flotanum og nú, þegar lögð hafa veriö drög að enn frekari niðurskurði frá og með árinu 1997, eiga margar þjóðir eins og til ab mynda Bretar og Hol- lendingar, enn langt í land með að uppfylla skilyrði síbustu samninga. Langar og strangar samningaviðræður hefur ævinlega þurft til þess að ná fram niðurskurði á kvótum og niður- staðan hefur vanalega verið einhvers konar málamiðlun þar sem of skammt hefur verið gengið í að skera niður aflaheimildir. í leibara sænska fisk- veiðiblaðsins Yrkesfiskaren er reyndar kveðib fastar að orði og því haldið fram ab hin sameiginlega fiskveiði- stefna sé þegar komin í algert þrot. Og þótt erfiðleikar sjó- og útgerðarmanna ESB-ríkjanna séu víða ærnir fyrir má fastlega gera ráð fyrir að enn muni harðna á dalnum þar sem fyrir liggur að draga verður úr sókn í marga helstu fiskistofna í Norðursjó til a.m.k. nokk- urra ef ekki margra ára. Bretum hefur þótt hin sameiginlega fiskveiðistefna koma einna harðast niður á sér og má það ab nokkru til sanns vegar færa. En sé illt að vera Breti og þurfa að beygja sig undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB er þó hálfu verra að vera Skoti og beygja sig fyrst undir bresk yfirvöld sem síðan beygja sig undir ESB. Þannig má segja að Skotar þurfi fyrst að kljást við bresk SJÁVARSÍÐAN Arnór Gísli Ólafsson skrifar stjórnvöld sem síðan kljást við ESB. Því er engin furða að margir Skotar vilji að þeir fari sjálfir með forræði í sjávarútvegsmálum líkt og þeir gera í mörgum öðrum málaflokkum eins og t.d. menntamálum. Mörg gjöfulustu fiskimið Breta eru undan Skotlandi og það eru einkum skoskir sjómenn sem draga aflann að landi. Um 2/3 hlutar alls afla Breta eru veiddir af skoskum sjómönnum og landað í Skotlandi. Við þetta bætist svo ab nær allt laxeldi Breta er í Skotlandi þannig að hlutur Skota í fiskveiðum og -framleiðslu er líklega enn meiri eða yfir 70%. Og þab er margt sem brunnið hefur á Skotum undanfarin misseri. Lítum á nokkur atriði. Kvótahopp Bæði Englendingar og Skotar hafa kvartað sáran undan hinu svokallaða „kvótahoppi", þ.e. þegar erlendir aðil- ar kaupa ensk eða skosk skip og kom- ast þannig yfir kvóta þeirra. Þab eru einkum Spánverjar og Hollendingar sem þannig hafa komist yfir aflaheim- ildir og landa stórum hluta af aflanum í eigin höfnum. Þannig er nú talið að erlendir aðilar ráði yfir allt að einum fimmta hluta af aflaheimildum Eng- lendinga og Skota og svíður þeim það sárt. Bresk stjórnvöld hafa hvab eftir annað sett þetta mál á oddinn í við- ræðum við ESB og segjast ekki tilbúin til þess að samþykkja nokkurn kvóta- niðurskurb fyrr en þetta mál hafi verið leyst en þeim hefur lítt eða ekkert orð- ið ágengt. John Major, fyrrverandi forsætisráð- herra Breta, hótaði raunar ab ganga svo langt að koma í veg fyrir breyting- ar á stofnsamningi ESB á fundi aðild- arríkjanna í Amsterdam nú í júní ef ekki yrði tekið á þessu máli þannig að enn er ekki séð fyrir endann á því. Skotum hefur hins vegar ekki þótt íhaldsflokkur Majors hafa haldið mál- stab þeirra nógu vel á lofti á undan- gengnum misserum og kann það að vera ein meginástæða þess ab íhalds- flokkurinnn fékk ekki einn einasta þingmann kjörinn í Skotlandi í ný- liðnum kosningum. Það verbur því að teljast líklegt að stjórn Verkamanna- flokksins, sem vann öll kjördæmi í Skotlandi, muni sækja þetta mál af enn meiri hörku en stjórn íhalds- flokksins. Laxeldi Skotar eru annar stærsti framleiðandi á eftir Norðmönnum á eldislaxi í Evr- ópu. Þeir framleiða nú um 90.000 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.