Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 22
þyngdaraukniningu og 400 þús. tonna hrygningu í vertíöarlok. Vegna blönd- unar kynþroska- og ókynþroska loðnu á útbreiðslusvæðinu meðan á mæling- unum stóð er líklegt að stærð hrygn- ingar- og veiðistofns sé eitthvað of- metinn. Var því lagt til og það sam- þykkt að heildarkvótinn á vertíðinni 1996/1997 yrði 1600 þús. tonn en það er í samræmi við fyrri spár um leyfi- legt aflamark. Það sem einkenndi sjávarástandið í október - nóvember 1996 var nokkurt innstreymi hlýsjávar norður fyrir land og fyrir Norðurlandi gætti áhrifa þess austur fyrir Langanes. Fyrir Austurlandi var sjávarhiti fremur hár og kaldur Austur íslands- straumurinn langt undan. Greinilega var sjávarástand í tals- verðum bata miðað við þann mikla kulda sem einkenndi ástand sjávar við ísland vorið og sumarið 1995. Þar sem haustmæling á loðnustofn- inum þótti takast vel að þessu sinni og niðurstöðurnar voru mjög nálægt því sem spáð hafði verið var ekki talin þörf á annarri mælingu í janúar 1997. Einnig réði óneitanlega miklu í þessari ákvörðun að engar líkur voru taldar á því aö veiða mætti allan kvótann sem úthlutað hafði verið og því væri ekki þörf á annarri mælingu jafnvel þótt stærðar- og aldursdreifing loðnunnar í mælingunni benti til þess að eitt- hvað vantaði í hana. Veiðarnar á vertíðinni 1996/1997 Lobnuveiðar íslensku skipanna á sum- arvertíð 1996 hófust í júlíbyrjun djúpt úti af Norðurlandi í nánd við miblínu milli íslands, Jan Mayen og Græn- lands. Veiðarnar gengu vel í júlí djúpt norður af landinu og varð afli íslenska flotans tæp 260 þús. tonn og heildar- aflinn um 480 þús. tonn í júlímánuði. Ekki kom til svæðalokana vegna smáloðnu í júlí eins og á undanförn- um árum. Verulega dró úr veiðum í ágúst en þó einkum er líða tók á haustið. Fór þá að bera á smáloðnu í aflanum, enda færðist veiðin nær landinu og inn á landgrunnið á hin hefðbundnu smáloðnusvæði. Heildaraflinn á sumar - og haust- vertíðinni varð um 774 þús. tonn og nam hlutur íslendinga um 474 þús. tonnum en afli útlendinga var um 300 þús tonn. Eftir áramótin fundu veiðiskipin mikið af loðnu djúpt úti af Austfjörð- um og Suðausturlandi en hún var mjög dreifð. Alls veiddust tæp 60 þús. tonn í janúar, þar af um 27 þús tonn í flotvörpu. Það var ekki fyrr en í annarri viku febrúar að loðnan gekk upp að Suöausturlandi og veiðar í nót hófust af krafti. Þrátt fyrir rysjótt veð- ur varð febrúaraflinn um 460 þús. tonn, sem er metveiði í einum mán- uði. í mars var veðurlag enn erfitt sem leiddi til þess ab minna fékkst en ella. Engu að síður varð metveiði á vetrar- vertíðinni 1997 og fengu íslensku skipin 775 þús. tonn og erlend skip, 2. mynd. Útbreiðsla og hlutfallsleg rnergð loðnu í okt,- nóv. 1996. 22 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.