Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 25

Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 25
Sigurður Njálsson er einn af hvalaskipstjórunum sem bíða í landi eftir að veiðar hefjist á ný. Hann er bjartsýnn og segir: „Færi til hvalveiða strax á morgun ef kallið kæmi“ íslendingar hafa um alllangt skeið deilt um hvort Skynsam- legt sé að hefja hvalveiðar að nýju. Sumir segja að þar með vœri verið að stofna hagsmunum íslendinga í sambandi við sölu fiskafurða í hœttu því hvalfriðunarmenn vítt og breytt um heiminn hefji þá um leið áróður gegn íslenskum vörum og skemmi fyrir á mörkuðunum. Sömu menn benda á að alls ekki sé víst að markaðir fyrir hvalinn fyndust erlendis og ekki borgi sig að veiða hann eingöngu fyrir innanlandsmarkað. Þeir segja að þar með yrði lítið upp úr hvalveiðunum að hafa og að mun skynsamlegra vœri að leggja áherslu á að sýna ferðamönnum hvalina í sérstökum hvalaskoðunarferðum hér við land. Afþví megi án efa hafa meiri tekjur en afveiðunum. í könnunum sem gerðar hafa verið um viðhorf landans hefur ítrekað komið fram að meirihluti landsmanna vill að hval- veiðar verði hafnar að nýju. Þeirra á meðal er Sigurður Njáls- son sem, þrátt fyrir að vera aðeins 58 ára, var 35 ár á hval- veiðum áður en þœr voru bannaðar og á seinni árum skipstjóri. Hann liggur ekki á þeirri skoðun sinni að íslensk stjórnvöld skorti kjark til þess að taka á þessum málum eins og skyldi og vill að hvalveiðar verði hafnar þegar í stað. Hann segir ekkert jafnast á við það að veiða hval. Fékk ekki að fara á síld „Hér við land hófust hvalveiðar árið 1948 og ég var kominn í þetta sex árum síðar, þá fjórtán ára. Ég fór þá sem messagutti á elstu bátana, sem þá voru Hvalur 1, 2, 3 og 4. Faðir minn var skipstjóri á Akranesi á þessum tíma og ég og tvíburabróðir minn vildum ólmir fá að fara á síldina þetta sumar 1954. Hann fékk að fara þar sem hann var höfðinu hærri en ég. í minn hlut kom pláss hér á bátunum og segja má að það hafi bjargað málunum fyrir mér þar sem ég var nokkuð ósáttur við að bróðir minn færi á síldina en ekki ég," segir Sigurður Njálsson úr Hafnarfirði þar sem hann og blaðamaður Ægis virða fyrir sér hvalbátana fjóra sem leg- ið hafa við bryggju í Reykjavík frá því að hvalveiðar voru bannaðar fyrir um átta árum. Bátarnir eru vaktaðir og þeim haldið það vel við að þeir gætu látið úr höfn með mjög skömmum fyr- irvara, tækju menn á sig rögg og leyfðu hvalveiðar að nýju. Þetta var þá upphafið. Sigurður vildi á síld, fékk ekki að fara og fór því að veiða hval í staðinn. Hann þakkar for- sjóninni fyrir það og segist strax hafa fengið mikinn áhuga á þessum veiði- ÆGIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.