Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 9
tonn á ári eða tæplega einn þriðja af
framleiðslu Norðmanna. Þeir hafa
hvað eftir annað sakað Norðmenn um
undirboð á mörkuðum ESB og fengið
því framgengt að ESB setti lágmarks-
verð á lax um tíma á síðasta ári. Sú að-
gerð hafði hins vegar takmörkuð áhrif
og margir eru raunar efins um að hún
sé raunhæf. Skotar og írar kærðu síðan
Norðmenn formlega fyrir undirboð á
laxi en langan tíma hefur tekið að fá
botn í það mál. Þeir héldu því fram að
norskir eldisbændur nytu beinna og
óbeinna styrkja frá norska ríkinu og
seldu lax undir kostnaðarverði til ESB
en Norðmenn svöruðu því til að þeir
gætu einfaldlega framleitt lax á hag-
kvæmari hátt en skoskir laxeldisbænd-
ur. Skoski sjávarútvegsráðherrann,
Raymond Robertson, fór m.a. til Brus-
sel á fund Emmu Bonino sem fer með
sjávarútvegsmál ESB til þess að knýja
fram lágmarksverð fyrir lax uns niður-
staða lægi fyrir um kæruna á hendur
Norðmönnum. Haft var á orði að
fundur Robertson með Bonino hafi
tekið jafnlangan tíma og ferð hans í
leigubílnum frá flugvellinum og var
Robertson ómyrkur í máli aö honum
loknum enda hafði frú Bonino ekki
viljað ljá máls á að setja lágmarksverð
á lax. Lengi bundu þó Skotar vonir við
að þeim tækist að ná fram refsitolli á
norskan lax og var raunar lögð fram
tillaga um 13% refsitoll. Norðmenn
voru mjög uggandi um sinn hag enda
hefði 13% refsitollur í reynd lokað
þeim aðgang að markaði ESB en þang-
að fer langstærsti hluti norsks eldislax.
Ætla má að refsitollur hefði haft í för
meö sér fjöldagjaldþrot á meðal
norskra laxeldisbænda með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum fyrir atvinnulíf í
strandhéruðum Noregs. Líklegt verður
að teljast að þetta hafi ráðiö miklu um
afstöðu Norðmanna í samningunum
við ESB um veiðar úr Norsk-íslenska
síldarstofninum en þar þótti hinum
ríkjunum sem Norðmenn væru tilbún-
ir til þess að láta ESB fá hlutfallslega
allt of mikinn kvóta. Margar þjóðir
ESB, einkum í Norður-Evrópu, voru
hins vegar efins um að útreikningar og
skilgreiningar, sem stuðst var við í
rannsóknum á meintum undirboðum
Norðmanna og niðurstöðurnar byggð-
ust á, væru réttar. Það var ekki fyrr en
um mánaðamótin júní-júlí að ESB
komst loks að niðurstöðu í málinu og
enn var það Skotum mikið áfall. í
megindráttum eru útflutningsskilyrði
óbreytt frá því sem var. Útflutnings-
tollurinn var að vísu hækkaður úr
0.75% í 3% og hömlur settar á aukn-
ingu í útflutningi á milli ára. En í
meginatriðum geta Norðmenn vel við
unað en skoskir laxeldisbændur sjá
enn fram á erfiða tíma. Raunar er svo
komið að Norðmenn hafa keypt mörg
laxeldisfyrirtæki í Skotlandi og sér ekki
fyrir endann á þeirri þróun. Talið er að
nær helmingur laxeldisstöðva á
Skoskir sjómenu hafa hamast gegn miklum innflutningi á ferskum og frystum fiski til Skotlands og halda því fram að þessi innflutn-
ingur keyri niður verð á fiski í skoskum höfnum. Þeir segja það ansi hart að á sama tíma og kvótar þeirra eru skomir niður landi erlend
skip tniklu magni affetskum fiski í Skotlandi.
ÆGIR 9