Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 12
Samtök fiskvinnslustöðva án út-
gerða, S.F.Á.Ú., voru stofnuð árið
1994 og er innan þeirra að finna all-
ar stærðir fyrirtækja, allt frá fyrir-
tækjum sem velta hundruðum millj-
óna og eru með tugi starfsmanna í
vinnu og niður í einyrkja. Samnefnt
eiga þessi fyrirtæki að byggja sína
vinnslu á viðskiptum við fiskmark-
aðina. Óskar Þór Karlsson, formað-
ur samtakanna, segir að á sínum
tíma hafi samtökin orðið til þar sem
hópur fiskverkenda hafi ekki talið
hagsmunum sínum borgið innan
Samtaka fiskvinnslustöðva þar sem
þau samtök hafi stutt kvótaviðskipti
sem bitnuðu á starfsemi þeirra sem
lifðu á viöskiptum á fiskmörkðun-
um. Stóra hagsmunamálið hjá Sam-
tökum fiskvinnslustöðva án útgerð-
ar segir Óskar vera að fá fram sann-
gjarna samkeppnisstöðu í fisk-
vinnslu gagnvart útgerð.
Óskar Þór Karlsson segir mikið barátturnál samtakanna að satnkeppnisstaða sé jöfn á
mörkuðunum, þ.e. að aðilar geti ekki fénýtt veiðiheimildir til samkeppni við þá á
mörkuðum sem engar heimildir hafi. Óskar telur líklegt að samtökin láti ekki við
niðurstöðu Samkeppnisstofminar sitja, en hún hafrtaði sjónarmiðum þeirra, heldur verði
málið sent til dómstóla. Myndir. jóh
Samtök fiskvinnslustöðva án útgerða ætla að uppfræða
sjómenn um gildi fyrsta flokks meðferðar á fiski úti á sjó:
„Aukin hráefnisgæði skila
hundruðum milljóna”
segir Óskar Þór Karlsson, formaður
„Okkur finnst ekki hægt að menn
geti fénýtt veiðiheimildir til að kaupa
fisk á mörkuðunum í samkeppni við
okkur. Þar er stóri agnúinn og er
ósanngjörn samkeppni," segir Óskar
um þau atriði sem urðu til stofnunar
Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerð-
ar.
„Við settum á sínum tíma fram
kröfur um eðlilegt verðmyndunarkerfi
og erum sannfærðir um að fyrir grein-
ina í heild er mögulegt og hagkvæmt
að taka upp sem afgerandi þátt að fisk-
ur sé seldur á mörkuöunum þannig að
viðskiptin séu á jafnréttis- og sam-
keppnisgrundvelli. Skorturinn á þessu
hefur verið mesti bölvaldurinn í sjáv-
arútveginum á undanfömum árum.
Gamli íslenski hugsanagangur sjálf-
þurftarbúskapar leiddi til að hráefnis-
verðið var ákveðið með miðstýrðum
ákvörðunum og sérhæfingin varð eng-
in. Lykill að því að hér eru fyrirtæki
sem starfa með viðskiptum við fisk-
markaði er sérhæfing sem þýðir að
vinnslurnar eru að ná betri árangri en
þekktist áöur," segir Óskar.
„Sjáum framfarir í gæðamálum"
„Gæðamálin eru okkar megin við-
fangsefni í dag og þá er ekki bara verið
að tala um gæðamál á fiskmörkuðun-
um heldur er fyrsta stigið alltaf úti á
sjó. Staðreyndin er sú að frágangi á
fiski úti á sjó er áfátt og öll atriði sem
finnast í ólagi, jafnt þvottur, röðun,
frágangur á ísun, merking og fleira.
Við í S.F.Á.Ú. teljum að auðveldlega
megi auka verðmæti hrráefnis sem
kemur að landi um hundruð milljóna
á ári með betri meðferð á afla,"segir
Óskar.
-Er meirihluti bátanna með þessi at-
riði í ólagi?
„Við merkjum hægar breytingar til
12 ÆGIR