Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 17
Sálfræðistöðin í Reykjavík heldur námskeið fyrir
togarasjómenn og eiginkonur þeirra:
„Líf sjómannafjölskyldna
á sér enga hliðstæðu í
þjóðfélaginu”
sálfræðingur
Guðfinna Eydal, sálfræðingur, telur að gera þurfi rannsókn á lífi og aðstœðum fjöl-
skyldna togarasjómatma þannig að betri upplýsingar fáist um áhrif mikilla fjarvera
heimilifóðurins frá fjölskyldunni
segir Guðfinna Eydal
Líf sjómanna vikum saman fjarri fjöl-
skyldum sínum er nokkuð sem reynir
mikið á þá sjálfa og einnig þá sem í
landi eru, eiginkonurnar og börnin.
Fjölskyldusamböndin geta veriö und-
ir miklu álagi og þaö getur reynt mik-
ið á hjónabönd viö þessar aðstæður.
Mikil fjarvera frá heimilinu er ekki
abeins sú staba sem gerir sjómanns-
starfið frábrugbið öbrum heldur
einnig ab sjómannsfjölskyldur búa
vib gjörólíkan raunveruleika þegar
sjómaðurinn og sjómannskonan eru
aðskilin og hafa Iítil tök á að deila
daglegu lífi, ánægju, glebi og sorg
saman.. Loks eru svo þær aðstæður
sem geta skapast á skipunum sjálfum
í samskiptum manna, dagleg sam-
skipti í þessu litla og lokaða karla-
samfélagi sem áhafnir skipanna oft-
ast eru
Sálfræðingamir Guðfinna Eydal og
Álfheiður Steinþórsdóttir hjá Sálfræði-
stöbinni í Reykjavík hafa verið meb
áhafnir skipa á námskeiðum í vinnusál-
fræði og samskiptum. Þar er því ekki
aðeins tekið á málum sem snúa að
áhöfnunum sjálfum heldur er hluti
námskeiðsins einnig fyrir sjómanns-
konurnar sem oft vilja gleymast í um-
ræðunni um sjómannsstarfið. Guðfinna
segir áhuga sjómannanna á námskeið-
unum mikinn og hún er ekki í vafa um
að gott væri að ítarleg úttekt yrði gerð á
aðstæðum og lífi sjómanna og sjó-
mannafjölskyldna til að draga fram í
dagsljósið aðstæður þessa fólks og stað-
reyndir um þær goðsagnir sem oft heyr-
ast um störf sjómanna.
Upphaflega byrjuðu námskeið Sál-
fræðistöðvarinnar fyrir áhafnir á frysti-
togurum Granda hf. en síðan hafa nám-
skeib verið haldin víðar um landið.
„Sjómenn og fjölskyldur þeirra eru
sérstæður hópur í þjóðfélaginu. Þetta
fólk er aö takast á við líf sem er mjög
frábrugðið hefðbundnu fjölskyldulífi
fólks sem starfar í landi. Það reynir
miklu meira á marga hluti þegar fólk er
aðskilið tímunum saman og eiginkonan
þarf að vera verkstjóri og framkvæmda-
stjóri í landi á meban sjómaburinn er
úti á sjó á einhæfum vinnustaö, gjarn-
an undir miklu álagi. Svona aðstæbur
reyna öðruvísi á fólk og grundvallar-
munurinn á sjómannafjölskyldum og
öðrum er að í raun er fjölskyldulífið
tvöfalt, þ.e. fjölskyldulífið með sjó-
ÆGIR 1 7