Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 28
Hvalbátamir í Reykjavíkurhöfn minna á fyrri ár þegar hvalveiðar vom ein afvirku atvinnugreinunum íþjóðarbúinu. Efmarka má þau
sjónarmið sem koma fram í skoðanakönnunum bíður þjóðin þess að veiðibanni ijúki og bátamir komist til veiða á nýjan leik.
að hitta hann beint í brjóstholið. Þá
drapst hann strax."
Sigurður segist muna eftir því eitt
sinn að sjötugur yfirmaður þeirra hafi
skammað þá fyrir að koma með þrjá
hvali að landi. Hámarkið var tveir í
hverri ferð en yrðu þeir þrír mátti aö-
eins koma með einn næst.
Síðasti hvalurinn í sjónum
„Mig minnir að ég hafi verið 25 ára
þegar þessar samræður okkar fóru
fram. Gamli maðurinn sagði við okkur
að ef við ætluðum að lifa af þessu yrð-
um við að fara varlega í þetta. Okkur
grunaði ekki hvað átti fyrir okkur að
liggja og hvaða rökum yrði beitt til
þess að fá þessar veiðar okkar stöðvað-
ar," segir Sigurður. Hann setur hljóðan
nokkra stund. Hann verður þungur á
brún og heldur áfram:
„Það sem mér gremst mest í þessu
er hversu miklum ósannindum hefur
verið beitt í þessari umræðu allri sam-
an. Áróður hvalfriðunarsinnanna gekk
allan tímann út á að við værum hrein-
lega að veiða síðasta hvalinn í sjón-
um. Hámenntað fólk hélt þessu fram í
fúlustu alvöru og talað var um okkur
eins og hverja aðra umhverfishryðju-
verkamenn. Þetta var það sem börn-
um var kennt í skólum víða um heim,
þvílík og önnur eins fjarstæða og þetta
var nú. Hvers vegna í ósköpunum ætt-
um við, sjálfir veiðimennirnir, að vilja
útrýma þeirri skepnu sem við lifðum
jú á? Það var alveg sama hvað vísinda-
mennirnir sögðu að óhætt væri að
veiða. Hvalveiðiráðið sagði alltaf nei.”
Sigurður segir að friðunarsinnarnir
hafi haft betri áróðursmeistara og að
íslendingar hafi látið áróður þeirra yfir
sig ganga án þess aö hreyfa við mót-
mælum að gagni. Þrátt fyrir að hvalur-
inn væri kannski það eina sem ekki
væri verið að veiða of mikið af á þess-
um tíma hafi íslendingar ekki haft í
sér dug til þess að sýna fram á það.
Sofið á verðinum
„Þeir höfðu vit á því að hafa hátt í
fjölmiðlum og það vantaði alltaf að
einhverjir svöruðu fyrir okkur. Mín
skoðun er sú að strax hafi átt að ráða
fjöimiðlafulltrúa til þess að fást við
þessa hluti. Okkar sjónarmið komust
hreinlega ekki að. Ríkisstjórnir undan-
farinna ára hafa sofið á verðinum. Tal-
að hefur verið við nokkra embættis-
menn og þar við látið sitja. Fólk varð
vitaskuld að fá að vita hvað var að ger-
ast. íslendingar lifa á því sem náttúran
gefur þeim og þeir þurfa enga friðun-
arsinna til þess að segja sér að með því
að útrýma einni tegund sé jafnvægi
náttúrunnar raskað. Þetta bítur hvað í
annað," segir skipstjórinn.
Hann segir það vissulega skýra mál-
ið að hluta að íslendingar hafi ekki
þekkt svona aðstæður. Menn hafi í al-
vöru talið að málið myndi leysast eftir
stuttan tíma.
„Þegar það ekki gerðist áttum við
að taka til okkar ráða. Við getum alveg
stjórnað þessum hlutum sjálfir og
vonandi hefur þetta allt saman þó
orðið til þess að menn lærðu eitt-
hvað."
28 ÆGIR