Ægir - 01.07.1997, Blaðsíða 23
aðallega færeysk, um 22 þús. tonn.
Heildaraflinn á allri vertíðinni
1996/1997 varð um 1.571 þús. tonn
og þar af var afli íslendinga um 1.249
þús. tonn. Það voru því eftir um 30
þús. tonn af loðnukvótanum sem ekki
náðust.
Reynslan hefur sýnt að aldursskipt-
ing aflans á vetrarvertíð endurspeglar
mjög vel aldursdreifingu kynþroska
hluta lobnustofnsins. Hlutur eldri ár-
gangs loðnu i afla á vetrarvertíðinni
1997 var um 27% eða mun meiri en
mældist haustið 1996 og mjög nærri
því sem spáð hafði verið (28%). Veiði-
stofninn hefur þvi að öllum líkindum
verið nokkru stærri en haustmælingin
1996 gaf til kynna er hún var gerð.
Talið er ab um 550 þús. tonn af loðnu
hafi hrygnt við suður -og vestur-
ströndina vorið 1997.
Vertíðin 1997/1998
Mælingar á ókynþroska lobnu:
Frá árinu 1970 hafa verið gerðar árleg-
ar kannanir í ágúst á fjölda og út-
breiöslu seiða á íslandsmiðum, þar
með talið loðnuseiða. Varðandi loðn-
una virbist ekki vera marktækt sam-
band milli stærðar seiðaárganga og
stærðar sömu árganga í veiðistofni síð-
ar. Það er þó augljóst, að einhvern lág-
marksfjölda af seiðum þarf til ab
mynda góðan árgang en að öbru leyti
virðist afkoma seiða og ungloönu ráða
mestu um árgangastærðina í veiði-
stofninum. Seiðaárgangurinn frá 1995
mældist ekki stór, en á honum mun
loðnuvertíðin 1996/1997 að verulegu
leyti byggjast.
Fyrstu raunverulegu vísbendingarn-
ar um árgangastærð hafa því komið
frá mælingum á ókynþroska ársgam-
alli lobnu sem gerðar eru í seibaleið-
öngrunum í ágúst svo og í mælinga-
leiðöngrum á loðnu á haustin (októ-
ber/nóvember).
Spá um stærð veiðistofns
1997/'98 og tillögur
um hámarksafla
Eins og áður sagði mun næsta loðnu-
vertíð aðallega byggjast á kynþroska
hluta árgangsins frá 1995 en einnig á
Leyfilegur hámarksafli á vertíðiimi
1997/1998 gœti orðið um 1265 þiisimd
tonn.
þeim hluta árgangsins frá 1994 sem
ekki varð kynþroska og hrygndi vorið
1997. í seiðaleiðangrinum í ágúst
1996 mældist fjöldi ársgamallar lobnu
138 milljarðar og um haustið mældust
112 milljarðar af ársgamalli ókyn-
þroska loðnu en haustmæling hefur
að öllu jöfnu reynst betur til ab spá
um stærð árgangs í veiðistofni ári síðar
en ágústmælingarnar. Haustmælingar
á loðnu hófust árið 1980 og er þetta
3ja hæsta mælingin á ársgamalli
loðnu að hausti frá upphafi. Til að
framreikna stærð veiðistofnsins í
tonnum hefur verið miðað vib mebal-
þyngd kynþroska lobnu að haustlagi.
Hins vegar hefur komið í ljós að sein-
ustu átta vertíðir hefur þyngd kyn-
þroska tveggja ára loðnu verið undir
meballagi. Marktæk neikvæð fylgni er
milli stærðar veiðistofns í fjölda fiska
og meðalþyngdar tveggja og þriggja
ára loðnu á þessu tímabili. Á seinustu
árum virðist vöxtur loðnu því hafa
verið háður þéttleika (árgangastærð).
Vegna þess að bábir árgangarnir sem
bera munu uppi veiöina á vertíðinni
1997/98 eru stórir þykir rétt ab miða
meðalþyngd í veibistofni við reynslu
seinustu ára í stað meðalgildis eins og
gert hefur verið. Samkvæmt ofan-
greindum forsendum og því spálíkani
sem notað er til að spá fyrir um stærð
veiðistofnsins er reiknað með að hann
verði um 2 milljónir tonna 1. ágúst
1997 og leyfilegur hámarksafli á ver-
tíðinni 1997/1998 gæti orðib um
1.265 þús. tonn miðað við venjulegar
forsendur um 400 þús. tonna hrygn-
ingarstofn, náttúruleg afföll og vaxtar-
skilyrði. Eins og áður sagði em örygg-
ismörk slíkra líkana nokkub víð. Um-
hverfisaðstæður, fæðuframboð, sam-
keppni um fæðu, stærð árganga og
stærð þeirra ránfiska-, fugla- og hvala-
stofna sem á loðnunni lifa hafa áhrif á
kynþroskahlutfall, vöxt og náttúruleg
afföll. Þess vegna verður að sýna vissa
aðgát og leggur því Hafrannsókna-
stofnunin til að hámarksafli á vertíð-
inni 1997/1998 verði takmarkaður við
um 2/3 af útreiknuðum hámarksafla
eða 850 þús. tonn, þar til stærð stofns-
ins hefur veriö mæld haustið 1997
og/eða veturinn 1998.'
Hafrannsóknastofnunin tók þá
ákvörðun að loka ekki fyrirfram svæð-
um til vemdar smáloðnu en mun að
sjálfsögbu fylgjast með og grípa inn í
með svæðalokunum ef veiðarnar þró-
ast þannig ab mikil smáloðna sé í afla.
Ab venju mun lobnugengd verða
könnub í seiðatalningaleiðangri í
ágúst og í loðnumælingu í október og
að þeim könnunum loknum ætti að
vera hægt að ákvarða nánar hvernig
haga beri slíkum svæðislokunum ef
ástæða þykir til.
Horfur á sumar- og
haustvertíð 1998
Lítið er hægt ab segja um ástand veiði-
stofnsins 1998/99. Þá munu veiðarnar
byggjast á 1996 árganginum ab miklu
leyti og þeim hluta 1995 árgangsins
sem ekki hrygndi vorið 1998.
Mjög mikið var af loönuseiðum í
ágúst 1995 og seiðin vom smá. Ef ár-
gangurinn frá 1994 reynist jafn stór og
fyrstu upplýsingar benda til, má gera
ráð fyrir að meira verði af þriggja/fjög-
urra ára loðnu á vertíðinni 1997/98 en
venjulegt er. Reynslan hefur þó sýnt
að talning á loðnuseiðum hefur lítið
spágildi og sama má raunar segja um
mælingar á ársgamalli lobnu þegar
horft er tvö ár fram í tímann.
ÆGIR 23