Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 4
Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri: Hagræðing í sj ávarútvegi / / / \ / þessu ári hafa orðið \J I/ verulegar breytingar á fyrirtækjaumhverfinu í sjávarútvegi. Stór og stöndug fyrirtæki hafa sameinast og mynda enn öflugri fyrirtæki. Um leið eru brotin á bak aftur átthagabönd og viðhorfsmúrar milli byggða víða um land. Þannig hafa fyrirtæki sameinast milli byggðarlaga og milli landshluta og í kjölfarið hefur fólki í þessum byggðum orðið mjög órótt. Fólk er í óvissu um sinn hag, það býr í litlu samfélagi sem hafur sótt alla sína velferð til fyrirtækis í sjávarútvegi og nú allt í einu er fyrirtækið þeirra orðið hluti af stærra fyrirtæki, sem jafnvel er stjórnað frá öðrum stað úr öðrum landshluta. Hvernig á að bregðast við þessu? Ég efast um að forráðamenn fyrirtækjanna hafi almennt velt þessu fyrir sér og enn sem komið er hafa sveitarstjórnir ekki viljað skipta sér verulega af málinu. Það er undir merkjum hagræðingar að fyrirtæki sameinast og við hagræðinguna er Ijóst að á einhverjum sviðum er sparað. Sá sparnaður á að mynda traustari grundvöll fyrir fyrirtækið til lengri tíma og þannig að tryggja hag þeirra sem við það starfa. En hagræðingin er harður húsbóndi og það einkennir þessi fyrirtæki að flest þeirra eru hlutafélög á opnum markaði. í slíkum félögum þarf að skila hluthöfunum ávöxtun af því fé sem lagt er til og sú ávöxtun verður að vera hærri, litið til nokkurra ára, heldur en hæsta mögulega ávöxtun tryggra verðbréfa, þ.e. ríkisskuldabréfa og álíkra bréfa. Þannig má reikna með að ákveðið fjármagn fari út úr greininni sem arður til hluthafa. Til þess að geta staðið undir slíkum greiðslum verða fyrirtækin að geta sýnt arðsemi og það kallar á harðar aðgerðir í rekstri til hagræðingar og verðmætasköpunar. í ljósi þessa er ótti fólksins á smærri stöðunum skiljanlegur því þegar einingin verður óhagkvæm er hún lögð af og starfseminni hætt. Framundan er tími mikilla sviptinga í íslenskum sjávarútvegi, ég tel að eftir þann tíma verði til staðar nokkur mjög stór fyrirtæki, en einnig verði fjölmörg lítil fyrirtæki með sértæka vinnslu og eða útgerð. Litlu fyrirtækin verða ekki síður arðsöm heldur en stóru fyrirtækin. Hins vegar munu fyrirtæki í millistærð nánast hverfa og á ég þá við þetta dæmigerða úthald, sem er svo algengt hér á landi að sé vinnsla og einn eða tveir bátar. í framhaldi af þessu verða einnig breytingar á verðmyndun sjávarafla, sem taka mið af þessum breyttu aðstæðum. í framhaldi af þessu tel ég eðlilegt að stjórnvöld komi að þessu máli og skoði hvernig má aðstoða fólk við að laga sig að breyttum aðstæðum. 4 ÆG,IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.