Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 12
Ari Þorsteinsson, framkvœmda- stjóri Snœfells hf. segir að sú staðreynd að fyrirtœkið er í dag orðið á meðal þeirra átta stœrstu í sjávar- útveginum á íslandi sé engin tilvilj- un. Markvisst hafi verið unnið að uppbyggingu sjávarútvegs hjá Kaup- félagi Eyfirðinga undanfarin tvö og hálft ár og nú sé komið að þeim tímapunkti að fieiri eignaraðilar komi að verkefninu með KEA. Nú þegar sé vitað afáhuga aðila á að taka þátt í áframhaldandi uppbygg- ingu á sterku sjávarútvegsfyrirtœki sem eigi rœtur í sem flestum þáttum greinarinnar. byrjun október en þar keypti Snæfell fiskimjölsverksmiðju, nótaskip og loðnukvóta og kom sér þar með fyrir í mjöliðnaðinum en bætti auk þess kvótastöðu í loðnu verulega því eftir kaupin á fyrirtækið 2,33% heildar loðnukvótans," segir Ari. Hann segir að í sjávarútvegsupp- byggingu KEA hafi lengi verið stefnt að því að styrkja félagið enn frekar í veiðum og vinnslu uppsjávarfisks en Ari viðurkennir að skrefið hafi verið stigið öllu fyrr en hann hafi áætlað. Tækifærið hafi gefist í Sandgerði á þessum tímapunkti og það hafi verið gripið. „í Sandgerði hefur lengi verið mjöl- verksmiðja en Njörður hafði keypt nýja verksmiðju sem átti eftir að reisa og við stöndum núna frammi fyrir að byggja hana upp og það verður eitt af næstu verkefn- um Snæfells," bætir Ari við. -Þú segir að KEA hafi staðið á krossgötum í upphafi árs 1995. Hvers vegna var valin sú leið að hefja stórtæka uppbyggingu á sjávarútvegs- sviðinu? „Það sem gerði heillandi að halda áfram af krafti var að KEA hafði náð miklum ár- angri í bolfiskvinnslunni á Dalvík og í Hrísey með smápakkningaframleiðslu. Frystihúsin höfðu náð einna lengst ís- lenskra fyrirtækja inn á smásölumark- að í Evrópu og þetta verkefni vildi KEA halda áfram með en það var jafnljóst að einhæfnin væri of mikil til að mæta áföllum sem alltaf eru til staðar í sjávarútveginum," svarar Ari. Stjórnskipulag Snæfells miðast við að hver starfsstöð innan fyrirtækisins nái hámarksárangri út frá sérhæfingu, þ.e. að bitaframleiðslan verði sérhæf- ing hússins á Dalvík, í Hrísey verði sér- hæfð þekking í pökkun og fullvinnslu sjávarafurða, síldar- og loðnuvinnsla verði á Stöðvarfirði og rækjuvinnsla í Ólafsvík. Á hverja einingu fyrir sig er Ari Þorsteinsson, framkvœmdastjóri Snœ- fells hf. Ari Þorsteinsson, framkvœmdastjóri Snæfells hf: Yfír tveggja ára aðdragandi að stofnun fyrirtækisins „Aðdraganda að stofnun Snæfells hf. má rekja tvö og hálft ár aftur í tímann en þá ákvað KEA að auka fjölbreytni í sínum rekstri á sjávarútvegssviðinu," segir Ari í sam- tali við Ægi en hann var áður for- stöðumaður sjávarútvegssviðs KEA og hefur borið hitann og þungann af sjávarútvegsuppbyggingu félagsins. „Kaupféiag Eyfirðinga var nánast eingöngu í bolfiskvinnslu en þegar fór að ganga illa í þeirri grein, þ.e. um ára- mótin 1994-1995, var mótuð sú stefna að víkka starfið út og leita leiða til að dreifa áhættunni og hafa fleiri egg í körfunni. Fyrsta skrefið var að KEA keypti sig inn í rækjuvinnslu í Ólafs- vík, sem nú er Snæfellingur, og síðan þá hefur rækjuvinnslan þar verið byggð enn frekar upp. Kveikjan að samstarfinu við Gunnarstind á Stöðvarfirði var að KEA átti þrjá síldarkvóta sem félagið vildi nýta betur í samstarfi við aðra aðila. Ur varð að KEA keypti sig inn í Gunnarstind með það fyrir augum að byggja upp síldar- og loðnuvinnslu og það hefur verið gert mjög mynduglega og varið töluverðum fjármunum til uppbyggingar á Stöðvarfirði, líkt og í Ólafsvík. Síðan var ráðist í endurskipulagn- inguna á bolfiskvinnslunni á Dalvík og í Hrísey í sumar og nýjasta skrefið var svo stigið með kaupum á fyrirtækinu Nirði í Sandgerði nú í 12 ÆG,IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.