Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 32

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 32
T Telaverkstœði Sigurðar í Garðabœ V hefur nú starfað í tœplega tvö ár en fyrirtœkið var stofnað á grunni vélaverkstœðis Sigurðar Sveinbjörns- sonar sem starfað hafði uni 40 ára skeið. Eitt afverkefnum nýja fyrir- tœkisins var að halda áfram fram- leiðslu á vindubúnaði sem mikil reynsla var komin á og vel er þekkttir í íslenskri útgerð. Sigurður Stefáns- son, framkvœmdastjóri Vélaverkstœð- is Sigurðar segir reynsluna á fyrstu tveimur árum hafa verið jákvœða. Sigurður Stefánsson, framkvœmdastjóri. Kapalvindurnar eru flaggskip í framleiðslunni segir Sigurður Stefánsson, framkvœmdastjóri Vélaverkstœðis Sigurðar í Garðabæ „Við erum að byggja á gömlum merg sem var Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar áður. Starfsmenn okkar í dag eru þeir sömu og þar voru og hluti þeirra er meðal eigenda að fyrirtækinu í dag. Með þessu nýttist áfram þekking sem byggst hafði upp í þróun og framleiðslu í gegnum ára- tugi," segir Sigurður Stefánsson í samtali við Ægi. „Ég tel að reynslan á fyrstu tveimur árum sé jákvæð. Við tvöfölduðum veltu fyrirtækisins milli áranna 1995 og 1996 og höfum selt töluvert af flottrolls- og kapalvindum á þessum tíma og til marks um hvaða reynsla er af búnaðinum þá er nokkuð um að er- lendir aðilar komi hingað til að fá þennan vindubúnað hjá okkur. Út- flutningurinn hefur því verið tölu- verður að undanförnu," segir Sigurður og bætir við að samkeppnishæfni sé 32 MIR ------------------------ fyrir hendi hvað varðar einingaverð en þegar um sé að ræða breytingar á íslenskum skipum í erlendum skipa- smíðastöðvum þá sé algengt að út- gerðum bjóðist lægra verð á búnaðin- um frá erlendum aðilum. Vanbúnir togarar erlendis „Vindurnar hjá okkur hafa sífellt þró- ast í þá átt að verða sterkari og öflugri og fylgja þar eftir stækkandi skipum og þörf fyrir meiri togkraft. Veiðarfær- in eru að stækka og því höfum við haft að leiðarljósi að sérsníða búnað- inn að þessum átökum þannig að hann standist álagið. Þetta verður ein- faldlega að þola enn meira en beðið er um. Dragnótavindurnar hafa einnig komið vel út og finnst t.d. skipstjóranum á Sigurði Lárussyni hann vera á „Rolls Royce" með þessar nýju vindur um borð," segir Sigurður. Hann telur ljóst að þróunin stefni í þá átt að útflutningur aukist, enda víða mikil þörf. „Rússneskir togarar eru til dæmis mjög vanbúnir og jafnvel japanskir og fleiri mætti nefna. Okkar flaggskip í framleiðslunni eru kapalvindurnar vegna þess að við erum meðal mjög fárra sem framleiða kapalvindur með sjálfstýribúnaði og þar teljum við okk- ur eiga mikla möguleika. Kapalvind- urnar eru líka sú framleiðsluvara sem við seljum hvað mest af en flottrollsvindurnar eru vaxandi fram- leiðsla og síðan getum við eiginlega sagt að við höfum verið að smíða all- ar gerðir af vindum fyrir flotann hér heima. Eftirspurnin fer fyrst og fremst eftir því hvaða verkefni skipin eru að takast á við hverju sinni. Þarfirnar eru mismunandi og þeim verðum við að sinna," segir Sigurður Stefánsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.