Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1997, Page 16

Ægir - 01.10.1997, Page 16
Arnór Gísli Ólafsson: Gróði eða tap af hrefnuveiðum Norðmanna? s fimdi Alþjóða Itvalveiðiráðsins í Reykjavík árið 1991 lögðu íslend- ingar, Norðiiieiut og fapattir fram vís- iudaleg gögit þess efnis að ákveönir hvalastofnar vœrtt ttógu stórir til þess að þola skynsamlega nýtingu sant- kvaunt skilgreiiiingu itvalveiðiráðsins þar itiit. Þrátt fyrirþetta Itafnaði ráðið öllum tillögum um hvalveiðar í at- vinnuskyni og liefur rauiiar gert allar götur stðait. í kjölfar þessa ákváðu ís- lendingar að segja sig úr Alþjóða Itval- veiðiráðinu enda talið sýnt að verndunarsjónarmið liefðu orð- ið algerlega ofan á og hvalveiði- haiini yrði frant Italdið hvað sent öllum vísindalegum rantt- sókiumt liði. Segja iná að þess- ar spár Itafi gengið eftir. Hópur alþjóðlegra vísiiidaiiianiia, sein hvalveiðiráðið skipaði vorið 1996, komst að þeirri uiður- stiiðu að árið 1995 hefði hrefnustofninn í Norðaustur-Atlants- hafi talið uin 112.000 dýr en enn hef- ur vísindaráð hvalveiðiráðsins ekki lagt blessun sína yfir stofninatið og stofninn þvt sem fyrr talinn vera í át- rýmingarhœttu. Öfugt við íslendinga sögðu Norð- menn sig ekki úr Alþjóða hvalveiðiráð- inu en tilkynntu árið 1992 að þeir hyggðust hefja hvalveiðar í atvinnu- skyni á ný árið eftir, þrátt fyrir sam- þykktir ráðsins. Um leið og fréttist af fyrirhuguðum hvalveiðum Norðmanna komu fram harðvítug mótmæli frá alls kyns samtökum, hótanir um viðskipta- þvinganir, auk hótana um að snið- ganga Ólympíuleikana sem halda átti í Lillehammer tveimur árum síðar. Þrátt fyrir þessar hótanir héldu Norðmenn fast við fyrri yfirlýsingar og hófu hval- veiðar í atvinnuskyni árið 1993. Spyrja má hvers vegna norsk stjórnvöld hafi lagt í að bjóða umheiminum birginn til þess eins að veiða örfá hundruð hrefna. Ákvörðunin var byggð á tveimur ein- földum forsendum. í fyrsta lagi að hrefnustofninn væri ekki í útrýmingar- hættu og í öðru lagi að stunda mætti veiðar á stofninum án þess að ganga of nærri honum. Ljóst er að bæði norska þjóðin og stjórnvöld voru einhuga um óskoraðan rétt sinn tii þess að stunda hvalveiðar að gefnum þessum forsend- um enda þeirrar skoðunar að hvalveið- ar féllu ekki undir umhverfismál heldur fiskveiðistjórnun. Tekjur og kostnaður af veiðunum Þegar rætt er um að íslendingar hefji hvalveiðar á ný verður mönnum oft tíðrætt um hvort gera megi ráð fyrir efnahagslegum ábáta af þeim. Andstæðingar veiða benda oft á að meira kunni að tapast en vinnast en þeir sem hlynntir eru hvalveiðum benda á reynslu Norðmanna í þessu efni. Eins og flestum er kunnugt urðu töluvert minni efndir á hótunum í garð þeirra en leit út fyrir í upphafi. Hins vegar má ljóst vera að ekki réð vonin um efnahagslegan ávinning af hval- veiðum gjörðum Norðmanna heldur hitt að þeir töldu sig eiga fullan rétt á að nýta allar auðlindir hafsins á skynsaman hátt. Það segir sig og sjáift að veiðarnar hafa ekki haft nein telj- andi áhrif á efnahag Norðmanna. Hitt var í upphafi miklu líklegra að vegna aðgerða annarra þjóða myndu Norðmenn verða af mun meiri tekjum en hvalveiðarnar gæfu af sér. í nýlegri skýrslu frá hagfræði- og viðskiptadeild há- skólans í Björgvin er þess einmitt freistað að komast til botns í þessu máli. Norðmenn hafa stýrt hrefnuveiðum sínum með kvót- um á þessu tímabili og að mati skýrsluhöfunda hefur verið gætt fyllstu varúðar i kvótum. Þeir gera raunar ráð fyrir að miðað við að veiddar séu 600 hrefnur á ári muni stofninn vaxa frá því að hafa verið um 63.000 dýr árið 1995 í um 70.000 dýr árið 2010. Eins og sjá má af meðfyigjandi töflu veiddu Norðmenn alls 217 hrefnur árið 1993. Þegar veiðarnar hófust hafði hrefnukjöt ekki verið fáanlegt um ára- bil í Noregi og eftirspurn var því mikil innanlands auk þess sem mikil umfjöll- un í fjölmiðlum virðist hafa aukið eftir- spurnina enn frekar. Eins og vænta mátti fékkst því mjög hátt verð fyrir hrefnukjötið eða tæplega 49 norskar Niðurstaða skýrslu háskólans í Björgvin í Noregi er að afar líklegt sé að Norðmenn hafi efnahagslegan ávinning af hrefnuveiðum. 16 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.