Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1997, Qupperneq 14

Ægir - 01.10.1997, Qupperneq 14
Uppstokkun á vinnslu frystihúsa Snœfells hf á Dalvík og í Hrísey: „Aukum verulega framleiðslu í neytendapakkningar“ Við höfum veiið að skoða heildar- breytingu á vinnslunni hjá okkur undangengin 2-3 ár. Fyrst og fremst vorum við að skoða breytingu hér í húsinu og síðan tengdist þessi vinna hugmyndum hvernig mætti auka samvinnu og sérhœfingu frystihiísa KEA hér á Dalvík og í Hrísey. Niður- staðan var að setja niður frutn- vinnsluna hér á Dalvík en fœra pökk- unarstöðina yfir í Hrísey. Við höfum verið að fá aukna samninga í smá- pakkaframleiðsluntii og höfum raun- ar verið að gera sömu hlutina á báð- utn stöðum fram aðþessu þannig að þetta var rökrétt breyting í hagrœð- ingarátt," segir Gunnar Aðalbjörns- son, frystihússtjóri Snœfells hf. á Dalvík, um aðdragatidann að jteirri uppstokkun á vinnslu Snœfells Itf. á Dalvík og í Hrísey sem er nýlokið. Samanlagt kostuðu breytingarnar utn 250 milljónir króna og stœrstur hluti Jteirra fjármuna var vegna húsnœðis og vélbúnaðar á Dalvík Húsið á Dalvík er gjörbreytt. Ný flæðilína frá Marel með tilheyrandi búnaði var sett upp í endurbættu húsnæði og um leið gerðar breytingar á öllu vinnsluferlinu í húsinu. í grundvellinum er í uppbyggingu Snæfells hf. verið að nýta þá þekkingu sem húsin á Dalvík og í Hrísey höfðu skapað sér undanfarin ár í framleiðslu í smápakkningar. „Þegar ég tala um frumvinnslu hér á Dalvík þá á ég við vinnslu á þorski, ýsu og ufsa," segir Gunnar. „Hér er fiskurinn flakaður, skorinn í bita, snyrtur og frystur og síðan er fram- leiðslan flutt yfir til Hríseyjar þar sem pökkun í neytendaumbúðir fer fram. Samanlagt voru húsin tvö að fram- leiða um 700 tonn af þessum bitaaf- urðum á ári en í dag höfum við sölusamninga upp á 11-1200 tonn á ári. Við sáum því fram á að með auk- inni sölu þá væru komin næg verkefni fyrir pökkunarstöð allt árið og við byggðum stöðina í Hrísey upp með það fyrir augum að hún gæti annað 1500-2000 tonnum á ári," segir Gunn- ar. Aðspurður hvers vegna ekki hafi komið til greina að sameina alla vinnsluna undir einu þaki á Dalvík segir hann að mjög gott húsnæði sé til staðar í Hrísey en mestu hafi ráðið það vinnuafl sem er til staðar í Hrísey. Það sé mjög mikils virði. Gunnar segir að um helmingur af þeim afurðum sem eru unnar á Dalvík fari til framhaldspökkunar í stöðinni í Hrísey en annað fari beint á markað erlendis, þ.e. blokk, marningur og þess háttar afurðir. „í pökkunarstöðinni í Hrísey byggj- Gunnar Aðalbjörnsson, frystiluisstjóri við fœribandið þar sem snyrt flök eru á leið í bitaskurð. Myndir:)ÓH um við upp mikinn sveigjanleika, allt frá því að pakka einum bita í poka eða bakka, mörgum bitum í sömu pakkn- ingar, pakka í loftæmdar umbúðir, hálflofttæmdar og svo framvegis. Við erum að bjóða upp á fleiri aðferðir í pökkuninni og reynum að uppfylla sem flestar af óskum viðskiptavin- anna, þ.e. svo langt sem okkar tæki leyfa okkur að ganga," segir Gunnar og bætir við að auk þess muni í hús- Fiskbitar á leið í frystingu áður en þeir eru fluttir til Hríseyjar til pökkunar í neytendapakkningar. inu í Hrísey verða unninn allur flat- fiskur, lax og síðan byggð þar upp framhaldsvinnsla í framtíðinni, þ.e. framleiðsla á réttum með t.d. sósum, hjúp, grænmeti og slíku. -Eruð þið á leið út í fullvinnslu af- urða? „Mín skilgreining á fullvinnslu er sú að það telst fullunnin afurð þegar varan fer beint úr vinnsluhúsinu í verslanir og þaðan inn á borð neyt- enda. f Hrísey var byrjað að framleiða í smápakkningar fyrir Marks og Spencer árið 1988 og ég hugsa að það hafi verið með því fyrsta sem hér á landi var framleitt í svona neytendapakkningar. Hér á Dalvík komum við svo í kjölfarið árið 1990 en núna sjáum við miklar breytingar á þessari framleiðslu. Við vorum með 3- 6 mánaða framleiðslu í smápakkning- ar á ári en núna sjáum við fram á að um helmingur af okkar heildarfram- leiðslu verði í smápakkningar. í verð- i4 mm

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.