Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 31

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Einbeitum okkur að útflutningi segir Guðni Þórðarson, framkvœmdastjóri Borgarplasts hf. T Tið settum okkur það V markmið í kringum 1991 að ná yfir 50 pró- setit af innanlandsmark- aði í fiskikerunum og að selja fyrir 100 milljónir til útlanda. Fyrra tak- markinu náðum við 1995, fórum hœst t um 60%, og yfir 100 millj- óna múrinn fórum við fyrst 1996. Með nýrri vélasamstœðu getum við nú framleitt fyrir um milljarð á ári, þrefalt meira en áður, og höfunt sett stefn- una á að koma sölunni upp undir það árið 2002. Við höfum verið með gífurlega veltuaukningu á milli ára og þess vegna finnst okkur þetta tnarkmið alls ekki óraunhœft," segir Guðiti Þórðarson, framkvœmdastjóri Borgarplasts hf. á Seltjarnarnesi. Reiktta tná itteð að velta fyrirtcekisins á þessu ári verði í kringum 400 ntillj- ónir. Borgarplast er með tvær verksmiðj- ur, aðra á Seltjarnarnesi og hina í Borgarnesi. Á Nesinu hefur fyrirtækið framleitt fiskiker síðan 1983 og eru þau aðall fyrirtækisins í dag. Guðni segir fyrirtækið vera í harðri sam- keppni við Sæplast. Ekki sé langt síðan það hafi einungis haft um 25% af markaðnum hér heima en eftir að Borgarplast fékk ISO-9001 gæðavottun 1993 hafi salan legið upp á við. Hann segir að í dag skipti þau með sér inn- anlandsmarkaðnum. Vart sé við því að búast að fyrirtækið bæti miklu við sig hér heima og því sé nú aukin áhersla lögð á útflutning, sérstaklega til spænskumælandi landa, í Evrópu og Suður- og Mið-Ameríku. Verksmiðjan á Seltjarnarnesi flytur út um 60 pró- sent af framleiðslu sinni. „Við náum sjálfir í okkar viðskipta- vini og gerum það með þrennum hætti. í fyrsta lagi með beinum sölu- aðgerðum þar sem sölumenn ferðast um heiminn. Sumir þeirra eru þrjá til fjóra mánuði á ári á ferðalögum er- lendis. í öðru lagi tökum við þátt í sýningum sem líklega verða um átta á þessu ári. Loks náum við einhverju með auglýsingum. Sölumennska bygg- ir að lang mestu leyti á beinu sam- bandi sölumanns og viðskiptavinar og því kemur mest út úr beinu sölunni," segir Guðni og bætir við að á meðan veltan hafi ekki náð a.m.k. 700-800 milljónum sé ekki grundvöllur fyrir því að opna verksmiðju og hefja fram- leiðslu erlendis. Fyrirtæki með minni veltu séu einfaldlega of veikburða til slíkra aðgerða. Auk fiskikeranna hefur Borgarplast framleitt vörubretti fyrir matvælaiðn- aðinn, rotþrær, fráveitubrunna í götur, olíuskiljur og ýmislegt fleira. í Borgar- nesi byrjaði fyrirtækið í einangrun- arplastinu 1971 og framleiðir það enn þann dag í dag og að auki frauðplast- kassa sem notaðir eru undir fisk sem fluttur er út með flugvélum. Um 50 manns vinna hjá fyrirtækinu. Aðspurður um helstu breytingar segist Guðni ekki sjá fram á neina kúvendingu í einu eða neinu. Hann segir að nú sé unnið að því að reyna að stækka markaðinn með því að herja með kerin á kjötmarkaðinn í Evrópu. „Við þurftum að hanna sérstök endurvinnanleg ker fyrir kjötmarkað- inn því þar gera menn aðrar kröfur en í fiskinum. Endurvinnanleg ker þurfa að vera úr sama efninu í gegn. Hin hefðbundnu ker eru úr tveimur efn- um, ytra byrðið úr Polyethylene og einagrunin úr Polyurethane. Endur- vinnanleg ker hafa 70 til 80 prósent meiri burðargetu en hin kerin og framtíðin er að einhverju leyti í þeim," segir Guðni. Hann segir að hin detti þó áreiðanlega ekki út því þau hafi meiri einangrun og því sé betra að geyma fisk í þeim í löndum þar sem loftslag er heitara. Ókostinn við nýju kerin segir Guðni vera að þau séu dýrari. „Kosturinn við íslenska sjávarútveg- inn er að með honum er gott að vinna þróunarstarf. Menn eru mjög opnir fyrir nýjungum og taka þeim opnum örumum sýnist þeim þær skila ein- hverju. Menn sáu strax kostina við kerin. Þróun þessara mála hefur verið með þeim hætti að fyrst komu stíurn- ar, þá trékassarnir, þar á eftir plastkass- ar og loks kerin. Allt þetta fyrsttalda þurftu menn að vinna með höndun- um en með plastkerunum tekur vélin við af mannshöndinni. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um kosti þess," segir Guðni Þórðarson. ÆGillR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.