Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI gerð ákveðin krafa um arðsemi og þannig hafa starfsstöðvarnar sjálfstæði innan fyrirtækisins. Ari segir ekki ljóst hver eignarhlutur KEA muni verða í Snæfelli hf. í fram- tíðinni en KEA hafi markað þá stefnu að minnka sinn eignarhlut og hleypa nýjum fjárfestum að. Ari viðurkennir að vart hafi orðið áhuga fjárfesta á fyr- irtækinu. „Já, ég finn fyrir því að í umhverf- inu er töluverður áhugi og að mínu mati er gott fyrir fyrirtækið að fá inn fleiri sjónarmið en frá einum eigenda. Uppbygging fyrirtækisins hefur líka kostað mikla peninga og því þarf auk- ið hlutafé. Ég tel lika að fjárfestar veiti því athygli að þarna er komið fyrir- tæki sem er öflugt á öllum sviðum sjávarútvegs og því sé mjög fýsilegur valkostur að koma inn og taka þátt. KEA hefur að bjóða mikla reynslu á sjávarútvegssviðinu og þó Snæfell hafi í sjálfu sér stutta sögu þá er væntanlegum fjárfestum að bjóðast í fyrirtækinu framtíðarsýn, góð eigna- staða og samhent starfsfólk," segir Ari. Eftir miklar fjárfestingar að undan- förnu segir Ari alveg ljóst að framund- an sé að fara yfir fjárhagsmál fyrirtæk- isins, samhliða breytingum á eignar- haldi. Ótvírætt njóti fyrirtækið þess sem búið er að gera, ekki hvað sist uppbyggingarinnar í veiðum- og vinnslu uppsjávarfisks, þar sem vel gengur þessa dagana. Ari segist einnig ánægður með breytingarnar í bolfisk- vinnslunni á Dalvík og i Hrísey þar sem hann telur fyrirtækið hafa náð góðum árangri. Snæfell hf. eigi einnig mikil verðmæti í sölusamböndum sem þegar hafa verið byggð upp erlendis, til að mynda í 650 milljóna króna sölusamningum við verslanir i Bret- landi og á meginlandi Evrópu. En sú spurning er óneitanlega áleitin hvort ekki sé vandkvæðum bundið að stjórna fyrirtæki með jafn dreifða starfsemi um landið eins og raun ber vitni. Ari segir þetta að sumu leyti erf- iðara en jákvæðu hliðarnar standi upp úr. „Stjórnunarlega er þetta erfitt en já- kvæðu hliðarnar eru þær að starf- stöðvarnar eru þar sem umhverfið er hagstætt. í síldarvinnslu er staðsetning á Stöðvarfirði hagstæð gagnvart mið- um, bolfiskvinnsla á Eyjafjarðarsvæð- inu er hagstæð út frá vinnuafli og þekkingu og svo framvegis. Við höfum byggt upp stjórnskipurit fyrir félagið sem tekur mið af því hve starfsemin er dreifð en iykillinn að þessu er að sjálf- stæði sé töluvert á hverri rekstrarein- ingu fyrir sig en við samhæfum ýmis mál yfir allar einingarnar eins og t.d. gæðamál, tæknimál og fjármál," segir Ari. Aðspurður segir hann að stærð í þorskígildistonnum sjávarútvegsfyrir- tækja segi ekki alla sögu um hag- kvæmni þeirra. Þegar um sé að ræða jafn dreifða starfsemi eins og er hjá Snæfelli þá verði kvótastaðan samt að vera mjög sterk og starfsemin fjölþætt. „Mín trú hefur verið sú að fyrirtækj- um muni fækka í greininni og það hefur komið í ljós. Að mínu mati þurfa fyrirtæki að vera með yfir 10 þúsund tonna kvóta ef árangur á að nást í rekstrinum en það segir samt ekki að í framtíðinni verði ekki rými fyrir mismunandi stærðir af fyrirtækj- um," segir Ari Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Snæfells hf. HAGGLUNDS DRIVES Vökvamótorar Afl sem tekur lítið pláss. - Tengist beint á vindur eða iðnaðarvélar. - Snúningsátak allt að 150.000 Nm. Mótorar á lager. Hönnum vökvakerfi. Viðgerðar og varahlutaþjónusta. Spilverk - Sig. Sveinbjörnsson ehf. Skemmuvegi 8, Sfmi 544-5600 Fax: 544-5301 ÆGIR 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.