Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Skýrsla Samtaka fiskvinnslustöðva: Mikil andstaða við að allur fiskur fari um fiskmarkaði s /skýrslu sem gerð hefur verið að beiðni Samtaka fiskvinnslustöðva er grein gerð fyrir niðurstöðum sér- stakrar viðhorfskönnunar um það hvernig mönnum lítist á að alíur fiskur fari utn markað. Gengið er tít frá því að með „öllum fiski” sé ein- ungis átt við ferskan bolfisk. Alls tóku 79 manns alls staðar að af landinu þátt í könnuninni, aðilar í útgerð og vinnslu, aðilar sem eingöngu stunda vinnslu, sveitarstjórar, verkalýðsleiðtogar, sölusamtök og fiskmarkaðir. Svar- hlutfallið var 77% þar sem aðeitis 60 nianns svöruðu spurningunutn. Ægir kynnti sér helstu niðurstöðurnar. Fyrst var spurt: „Telur þú æskilegt að skylda með lögum að selja skuli all- an fisk um fiskmarkaði." Meginniður- staðan er skýr; 82% svara neitandi en 18% segja já. I ljós kemur reyndar að svör eru mismunandi eftir því í hvers konar rekstri fyrirtækin eru. Hjá þeim fyrirtækjum sem eru bæði í útgerð og vinnslu segja 98% nei en 43% þeirra sem eru í hreinni fiskvinnslu. Þá er munur eftir landshlutum. Á Suður- landi, Austurlandi og Vesturlandi var enginn stuðningur við söluskylduna. Þegar spurt var um áhrif á fiskverð, færi allur fiskur á markað, töldu 67% að hráefnisverðið myndi lækka. Alls töldu 45% aðspurðra að hráefnisverð myndi verða lægra en það er í beinum viðskiptum í dag. Það var síðan skoð- un 90% þeirra sem vilja allan fisk á markað að hráefnisverð þar komi til með að lækka, 61% þeirra sem eru andvígir telja að það muni lækka. { könnuninni var og spurt um gæði, Um heltningur svarenda í könnun Sam- taka fiskvinnslustöðva taldi afkomu fyrir- tcekja í útgerð versna ef allur afli færi á niarkað. Mynd: Þorgeir Baldursson færi allur fiskur á markað. Þar sögðust 44% svarenda telja að gæðin væru meiri í beinum viðskiptum en á mörk- uðum. Þeir sem telja það ekki munu skipta máli voru 28% aðspurðra og Já 18% Nei 82%_______________________ Þannig var niðurstaða í könnuninni þegar spurt var hvort œskilegt vœri að setja lög um að allur fiskur skuli fara á fiskmarkað. sama hlutfall segir gæðin vera meiri á mörkuðum. Afdráttarlaus var sú skoð- un manna að gæðamunur skýrði ekki þann mun sem er á fiskverði á mark- aði og í beinni sölu. AIls voru 77% þeirrar skoðunar. Þá var spurt um áhrifin á afkom- una, færi allur fiskur á markað. Tæp- lega helmingur aðspurðra sagðist telja að afkoma fyrirtækja í útgerð og vinnslu myndi versna ef allur fiskur færi á markað, 34% sögðu hana verða óbreytta og aðeins 17% að hún myndi batna. Meðal þeirra sem stunda bland- aða starfsemi telja 70% að afkoma þeirra yrði óbreytt. í hópi hreinna vinnslufyrirtækja telja 56% að afkoma fyrirtækja í útgerð og vinnslu myndi versna. Meðal þeirra sem stunda ein- göngu fiskvinnslu teija 71% að af- koma þeirra myndi batna. Þegar spurt var um áhrif á innri gerð sjávarútvegsins, færi allur fiskur á markað, kom í ljós að 79% aðspurðra telja að sérhæfing í fiskvinnslu myndi aukast. Tæp 70% telja ólíklegt að sam- eining fyrirtækja myndi aukast við það eitt að allur fiskur færi á markað. Hins vegar eru skiptar skoðanir á því hvort fiskvinnslufyrirtækjum myndi fjölga eða ekki. Rétt rúmur helmingur telur að þeim myndi fjölga, rétt tæpur helmingur telur það ekki myndu ger- ast. Þá má nefna að 62% svarenda telja líklegt að draga myndi úr vinnslu í landi og 61% telja að vinnsla á sjó myndi aukast. Draga menn þá ályktun að þessi svör merki að svarendurnir hafi reiknað með að verðið myndi lækka á mörkuðunum. I könnuninni var spurt hvað menn teldu um áhrif á atvinnuöryggi og hag --------------------MjÍIR 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.