Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 12
I FRÉTTIR Vatneyrardómurinn hefur s!n áhrif: „Aukin viðskipti með kvóta og báta" - og verð fer hækkandi á nýjan leik Eggert Jóhannesson hjá Skipamiðluninni bátum og kvóta ehf., segir að Vatneyrar- dómurinn hafi haft merkjanleg áhrif á kvóta- og bátaviðskipti. Um árabil hafi óvissuástandið í kvótamálunum sett mark sitt á viðskiptin en eftir Vatneyrar- dóminn sé ljóst að t.d. bankastofnanir muni setja sér skýrari lánareglur og koma með markvissari hætti að fyrirgreiðslu í greininni. Sér í lagi sé þetta mikilvægt fyrir smábátaeigendur. „Verð á kvóta hafði farið lækkandi mán- uðina áður en Vatneyrardómurinn var kveðinn upp en mér sýnist augljóst að verðið muni fara nú fara á sömu slóðir á nýjan leik,“ segir Eggert. Hvað smábátaútgerðirnar varðar þá er ljóst að fyrirgreiðsla frá Byggðastofnun er vaxandi og segist Eggert vita til þess að bankastofnanir vinni að því að endur- skipuleggja sínar lánareglur, enda líti þær svo á að dómurinn hafi staðfest kvótakerfið í sessi. Óvissuástandinu sé með öðrum orðum lokið með þessari nið- urstöðu í Hæstarétti. „Mér sýnist að viðskiptin séu jafn lífleg á öllum sviðum útgerðarinnar hvað snert- ir skip og báta. Á þessum árstíma koma að vísu margir smábátakarlar í handfæra- kerfinu til að bæta við sig kvóta fyrir sumarið en almennt hef ég trú á að kaup- endur verði fleiri en seljendurnir og það er jafnan ávísun á hærra verð. Eg held að það sé mikið frá þegar Vatneyrardómur- inn er frá og fyrir smábátaflotann hef ég trú á að hann skili betra umhverfi hvað varðar fyrirgreiðslu í lánastofnunum. Áhrifin af því munu líka verða mikilvæg fyrir veikustu byggðirnar, þar sem smá- bátarnir eru mikilvægur hlekkur í at- vinnulífinu,“ segir Eggert Jóhannesson. Eggert Jóhannesson hjá Skipamiðluninni bátum og kvóta. „Ég held að það sé mikið frá þegar Vatneyrardómurinn er frá." Þorsteinn vill tæknina í eftirlitið Á aðalfundi Samherja fyrir skömmu viðraói Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., þá hugmynd að nýta sjónvarpstæknina til eft- irlits um borð í vinnsluskipum úti á sjó i staó þess að þar verði eftirlitsmenn frá Fiski- stofu. Taldi Þorsteinn þetta mögulegt með því móti aó senda myndir beint til Fiski- stofu með aðstoð fjarskipta- tækninnar eða að Fiskistofa fái afhentar spólur með upp- tökum um leið og skip koma í land. Kostnaóur við eftirlit hefur verió út- gerðunum þyrnir i augum en Þorsteinn Fjarskiptatæknin kann að vera brúkleg til að leysa af hólmi eftirlitsmenn um borð í skipum úti á sjó. taldi á aðalfundinum að með aðstoð myndavéla yrði hann mun minni en með núverandi fyrirkomulagi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.