Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 14
ERLENT Fullvinnsla fisks i Noregi Norðmenn flytja fisk að mestu leyti út sem hráefni eins og Islendingar. Þar, eins og hér, hefur verið talað um að æskilegt væri að auka verðmæti fisksins með því að vinna hann í neytendapakkningar, ekki síst vegna aflatakmarkana. Helge Bergslien, sem þekkir vel til í norskum matvælaiðnaði, segir að vert sé fyrir þá sem vinna fisk að skoða vel það sem gert hefur verið í kjötvinnslunni til að fullvinna hráefnið og draga af því lær- dóm. Bergslien segir að norskur fiskiðnaður eigi að vera leiðandi í fullvinnslunni - það sé með öllu órökrétt að í Danmörku blómstri framleiðsla fullunninna fiskiaf- urða úr norsku hráefni. Með það í huga sé órökrétt, segir Bergslien, að halda því fram að tollmúrar og dýr vinnukraftur hamli fullvinnslu fisks í Noregi. Bergslien telur lítinn kraft lengur í slagorðum eins og „gæði, fjöll og firðir", markaðssetning byggist á samvinnu margra og finna verði hvað erlendir kaup- endur vilji. Sé það ekki gert verði fiskur aldrei fluttur út nema sem hráefni. Skelfiskur er gott dæmi. I Frakklandi kostar kílóið af lifandi kræklingi 150- 200 ISK en tilbúinn til neyslu kostar hann yfir 1000 ÍSK. REVTINGUR Matarhefð á hvítasunnu Víða um lönd er föst matarhefð á jólum og páskum, jólagæs og páskalamb svo dæmi séu tekin. Einhverra hluta vegna hefur hvítasunnan orðið útundan í þessu efni. Linhardt, biskup ? Hróarskeldu ? Dan- mörku, ætlar ásamt samtökum fiskverk- enda þar í landi að freista þess að gefa hvítasunnunni líka matarvenju. Á há- tíðarborðinu skal framvegis vera fiskur. Norðmenn selja Indverjum lax Indverska stjórnin hefur leyft innfiutn- ing á laxi frá Noregi. Tollur hefur verið ákveðinn 21%. Norðmenn hafa um skeið reynt að fá indversku stjórnina til að rýmka reglur um innflutning og staðið i samvinnu við sendiráðið í Nýju Delhi fyrir kynn- ingu á norskum laxi, bæói þar í borg og í Bombay. Efnahagsþróun i Indlandi hefur verið hagstæð mörg undanfarin ár og árlegur hagvöxtur metinn um 7%. Þetta hefur orðið til þess að um 150 milljónir Ind- verja hafa náó svipuðum kaupmætti og er aó meðaltali í Vestur-Evrópu. Útlit er fyrir svipað ástand næstu árin. Vegna bætts efnahags hefur verið lag að opna hagkerfió og aflétta ýmsum innflutn- ingshömlum. Norðmenn vonast enn- fremur til þess að geta selt Indverjum aórar fiskitegundir i framtíðinni. www.hollver.is MENGUN SJAVAR EROKKAR MAL MENGUN FRASKIPUM Hollustuvernd ríkisins annast eftirlit með sjávarmengun í höfnum landsins og hafinu umhverfis. Kynnið ykkur handbókina um MENCUN FRÁ SKIPUM sem inniheldur lög og reglugerðir ásamt gagnlegum fróðleik um mengunarvarnir í skipum. Handbókin fæst ókeypis hjá Hollustuvernd. Pöntunarsíminn er 585 1000. Hollustuvernd ríkisins Ármúla la, 108 Reykjavík, sími 585 1000, fax 585 1010 Heimasíba: www. hollver.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.